Norska liðinu hótað sektum og að vera dæmdar úr leik á EM ef þær spiluðu ekki í bikiníi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 10:03 Norska liðið vildi fá að spila í stuttbuxum á EM kvenna í strandhandbolta en það mæltist ekki vel fyrir hjá skipuleggjendum mótsins. getty/Ilnar Tukhbatov Norska landsliðinu var hótað sektum og að vera dæmt úr leik þegar það mótmælti klæðaburði á EM kvenna í strandhandbolta. Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Samkvæmt reglum þurfa leikmenn á strandhandboltamótum kvenna að klæðast bikiníi á meðan karlar mega klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Leikmenn hafa lengi verið ósáttir við reglur um klæðaburð á mótum en samt hafa þær ekkert breyst. Norska handknattleikssambandið hefur verið framarlega í baráttu um að breyta reglunum og fyrir EM óskaði það eftir því að leikmenn fengju að spila í stuttbuxum á mótinu. Fyrst var norska liðinu hótað sektum, sem það var tilbúið að borga, en fyrir fyrsta leikinn á EM var sektin skyndilega hækkuð og því hótað frekari refsingum, meðal annars að liðinu yrði hent úr keppni. Norska liðið gaf þá eftir enda mikið undir á EM, meðal annars sæti á heimsmeistaramótinu. „Fyrst í stað var okkur tjáð að hver leikmaður yrði sektaður um fimmtíu evrur fyrir hvern leik sem við vorum tilbúin að borga. Síðan var okkur tjáð að sektin yrði hækkuð og frekari refsingar myndu fylgja. Og skömmu fyrir fyrsta leik var okkur sagt að við yrðum dæmdar úr leik fyrir að spila í búningunum sem við vildum. Við vildum ekki taka þá áhættu,“ sagði Katinka Haltvik, leikmaður norska liðsins. Kåre Geir Lio, forseti norska handknattleikssambandsins, segir að það hafi lengi talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að breytingum á reglum um klæðaburð á mótum. „Þetta er svo vandræðalegt og vonlaust,“ sagði Lio. Norðmenn fengu Svía, Frakka og Dani með sér í lið og sendu inn beiðni um breytingar á reglunum til EHF, evrópska handknattleikssambandsins. Talsmaður EHF tjáði NRK að málið yrði skoðað en Lio er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði gerðar á reglunum. „Við höfum sett okkur í samband við þá og unnið að þessu í nokkur ár. Við höfum vakið athygli á þessu og okkur lofað úrbótum. En samt gerist ekkert. Það er bara sorglegt fyrir stelpurnar að standa í þessu,“ sagði Lio.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti