Tilbúið samþykki Ari Tryggvason skrifar 14. júlí 2021 20:01 Fyrir stuttu var síðasti hópbólusetningardagurinn hér á höfuðborgarsvæðinu, í það minnsta um stundir. Því var slúttað með bravör, með lifandi tónlist og plötusnúði. Bólusetningarátakið hér á höfuðborgarsvæðinu hefur einmitt einkennst af einhvers konar stemmningu, árshátíðar- eða útskriftarstemmningu. Fyrsti stóri bólusetningardagurinn var mjög sérstakur, hátíðarstemmning með dramatískri tangótónlist kammersveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Öll þessi stemmning vekur mann til umhugsunar. Hún virkar líkt og hópefling. Það er kannski ekki nema von að maður leiði hugann að almannatengslum (Public Relation). Slík starfsemi virðist leika æ stærra hlutverk í lífi okkar. Í framhaldi af því langar mig til að rifja upp atburð sem hafði mikil áhrif á Bandaríkjamenn og heiminn allann. Nayirah og almannatengsl Þann 10. október, 1990 vitnaði hin 15 ára Nayirah fyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar í Bandaríkjunum varðandi mannréttindi (House Human Rights Caucus). Þar sagði hún frá, með grátstafinn í kverkunum, hvernig íraskir hermenn ruddust inn í al-Addan sjúkrahúsið í Kúvæt þar sem hún vann sem sjálfboðaliði á fæðingardeildinni. Hitakössunum var rutt um koll af hermönnunum svo hvítvoðungarnir mættu deyja á köldu gólfinu. Stúlkan reyndist vera dóttir Sheikh Saud Nasir al-Sabah, sendiherra Bandaríkjanna í Kuvæt. Þessi atburður var uppspuni frá rótum. Almannatengslafyrirtækið Hill & Knowlton hannaði hann til að selja almenningi stríðið gegn Írak, fyrra stríðið, Operation Desert Storm. Almannatengsl Árið 1928 kom út bókin „Propaganda‟ eftir Edward Bernays (frændi Sigmunds Freuds og fjallað er um þá báða í merkri heimildarmynd BBC; „Century of the Self‟) þar sem upphafskafli bókarinnar lýsir því hvernig meðvituð stýring viðhorfa og hátta fjöldans er mikilvægur þáttur hvers lýðræðissamfélags. Nýting þess skapar skuggastjórn, hina raunverulegu stjórn. Höfundur útskýrir hvernig almannaviðhorf virka og hvernig má virkja það af þeim er leita eftir almennu samþykki fyrir ákveðinni hugmynd eða vöru. Þó Bernays hafi verið brautryðjandi á sínu sviði varð hann fyrir miklum áhrifum frá Walter Lippmann og bók hans „Public Opinion‟ sem kom út nokkrum árum fyrr eða árið 1922. Þar ályktaði Lippmann, að hópurinn, þ.e. fólkið, aðgreindi sig greinilega frá einstaklingseðlinu, hvað varðar þá þætti sem stýra hvötum og tilfinningum sem ekki næst að útskýra út frá þekkingu okkar á sálfræði einstaklingsins. Þá vaknar upp sú spurning, að ef við áttum okkur á því hvernig hóphugsunin virkar, er þá ekki mögulegt að stjórna og leiða fjöldann eftir okkar höfði án hans vitundar? Boðunin og óttinn Er nema von að maður spyrji sig hvort fingrafar almannatengsla sé á bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda? Fólk fær boðun í bólusetningu þar sem fyrirkomulag boðunarinnar gefur lítið svigrúm til að hugsa sig um og margir hlaupa til af ótta við að missa af lestinni; frelsi til að ferðast, starfsöryggi o.s.frv. o.s.frv. Vert er að hafa í huga að helstu upplýsingar um virkni og öryggi bóluefnanna sem við fáum, koma frá framleiðendum sjálfum. Fréttatilkynningar, hvaða nafni sem þær nefnast, er stór hluti þeirra frétta sem við fáum í gegnum helstu fjölmiðla. Gleymum því ekki að bólusetningarnar eru á skilyrtu markaðsleyfi eða neyðarleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Það þýðir rannsókn, rannsókn sem stendur yfir til ársins 2023. Er um upplýst samþykki þeirra að ræða sem taka þátt í „rannsókninni‟? Svo virðist ekki vera, í það minnsta ekki með tilliti til þeirra boðunaraðferða sem sóttvarnarlæknir notar eða þeirri færibandavinnu sem viðhöfð hefur verið á stóru bólusetningardögunum í Laugardalshöll. Er nema von að spurt sé; hvar eru upplýsingarnar til upplýsts samþykkis? Á óttinn að fylla upp í það tómarúm? Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var síðasti hópbólusetningardagurinn hér á höfuðborgarsvæðinu, í það minnsta um stundir. Því var slúttað með bravör, með lifandi tónlist og plötusnúði. Bólusetningarátakið hér á höfuðborgarsvæðinu hefur einmitt einkennst af einhvers konar stemmningu, árshátíðar- eða útskriftarstemmningu. Fyrsti stóri bólusetningardagurinn var mjög sérstakur, hátíðarstemmning með dramatískri tangótónlist kammersveitar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Öll þessi stemmning vekur mann til umhugsunar. Hún virkar líkt og hópefling. Það er kannski ekki nema von að maður leiði hugann að almannatengslum (Public Relation). Slík starfsemi virðist leika æ stærra hlutverk í lífi okkar. Í framhaldi af því langar mig til að rifja upp atburð sem hafði mikil áhrif á Bandaríkjamenn og heiminn allann. Nayirah og almannatengsl Þann 10. október, 1990 vitnaði hin 15 ára Nayirah fyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar í Bandaríkjunum varðandi mannréttindi (House Human Rights Caucus). Þar sagði hún frá, með grátstafinn í kverkunum, hvernig íraskir hermenn ruddust inn í al-Addan sjúkrahúsið í Kúvæt þar sem hún vann sem sjálfboðaliði á fæðingardeildinni. Hitakössunum var rutt um koll af hermönnunum svo hvítvoðungarnir mættu deyja á köldu gólfinu. Stúlkan reyndist vera dóttir Sheikh Saud Nasir al-Sabah, sendiherra Bandaríkjanna í Kuvæt. Þessi atburður var uppspuni frá rótum. Almannatengslafyrirtækið Hill & Knowlton hannaði hann til að selja almenningi stríðið gegn Írak, fyrra stríðið, Operation Desert Storm. Almannatengsl Árið 1928 kom út bókin „Propaganda‟ eftir Edward Bernays (frændi Sigmunds Freuds og fjallað er um þá báða í merkri heimildarmynd BBC; „Century of the Self‟) þar sem upphafskafli bókarinnar lýsir því hvernig meðvituð stýring viðhorfa og hátta fjöldans er mikilvægur þáttur hvers lýðræðissamfélags. Nýting þess skapar skuggastjórn, hina raunverulegu stjórn. Höfundur útskýrir hvernig almannaviðhorf virka og hvernig má virkja það af þeim er leita eftir almennu samþykki fyrir ákveðinni hugmynd eða vöru. Þó Bernays hafi verið brautryðjandi á sínu sviði varð hann fyrir miklum áhrifum frá Walter Lippmann og bók hans „Public Opinion‟ sem kom út nokkrum árum fyrr eða árið 1922. Þar ályktaði Lippmann, að hópurinn, þ.e. fólkið, aðgreindi sig greinilega frá einstaklingseðlinu, hvað varðar þá þætti sem stýra hvötum og tilfinningum sem ekki næst að útskýra út frá þekkingu okkar á sálfræði einstaklingsins. Þá vaknar upp sú spurning, að ef við áttum okkur á því hvernig hóphugsunin virkar, er þá ekki mögulegt að stjórna og leiða fjöldann eftir okkar höfði án hans vitundar? Boðunin og óttinn Er nema von að maður spyrji sig hvort fingrafar almannatengsla sé á bólusetningaráætlun heilbrigðisyfirvalda? Fólk fær boðun í bólusetningu þar sem fyrirkomulag boðunarinnar gefur lítið svigrúm til að hugsa sig um og margir hlaupa til af ótta við að missa af lestinni; frelsi til að ferðast, starfsöryggi o.s.frv. o.s.frv. Vert er að hafa í huga að helstu upplýsingar um virkni og öryggi bóluefnanna sem við fáum, koma frá framleiðendum sjálfum. Fréttatilkynningar, hvaða nafni sem þær nefnast, er stór hluti þeirra frétta sem við fáum í gegnum helstu fjölmiðla. Gleymum því ekki að bólusetningarnar eru á skilyrtu markaðsleyfi eða neyðarleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Það þýðir rannsókn, rannsókn sem stendur yfir til ársins 2023. Er um upplýst samþykki þeirra að ræða sem taka þátt í „rannsókninni‟? Svo virðist ekki vera, í það minnsta ekki með tilliti til þeirra boðunaraðferða sem sóttvarnarlæknir notar eða þeirri færibandavinnu sem viðhöfð hefur verið á stóru bólusetningardögunum í Laugardalshöll. Er nema von að spurt sé; hvar eru upplýsingarnar til upplýsts samþykkis? Á óttinn að fylla upp í það tómarúm? Höfundur er kominn á eftirlaun og virkur í kóviðspyrnunni.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun