Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 10:54 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. „Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“ Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
„Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42