Innlent

Guðni kvaddi Ólympíu­farana

Snorri Másson skrifar
Frá vinstri: Guðni Valur Guðnason, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Ásgeir Sigurgeirsson.
Frá vinstri: Guðni Valur Guðnason, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Ásgeir Sigurgeirsson. Forseti Íslands

Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga.

Tveir Ólympíufarar hittu forsetann á Bessastöðum, nefnilega Ásgeir Sigurgeirsson, sem keppir í skotfimi, og Guðni Valur Guðnason, sem keppir í kringlukasti.

Sundkapparnir voru staddir í Bandaríkjunum þaðan sem þau fljúga beint til Japan, en það eru þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. 

„Við hjónin sendum keppendum Íslands okkar bestu óskir um gott gengi í Tókýó. Áfram Ísland!“ skrifar Guðni á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×