Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:29 Vilhjálmur segir samtökin tilbúin til að leggja þeim einstaklingum, sem sviptir eru ökuréttindum að ósekju, lið. Vísir/Kristinn Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu. Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.” Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.”
Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira