Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:29 Vilhjálmur segir samtökin tilbúin til að leggja þeim einstaklingum, sem sviptir eru ökuréttindum að ósekju, lið. Vísir/Kristinn Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu. Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.” Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.”
Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira