Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2021 20:00 Kettlingarnir fimm sem nú eru í sóttkví vegna eyrnamaurs. Vísir/Kristín Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira