Tækniskólinn í Hafnarfjörð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júlí 2021 15:29 Tækniskólinn á Skólavörðuholti. Spurning hvaða starfsemi tekur við í þessu sögufræga húsnæði. VÍSIR/PJETUR Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Tækniskólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sammælst um hana. Hún er í formi nýs húsnæðis við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu viljayfirlýsingu um að byggja slíkt húsnæði undir skólann í gær. „Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytum um málið. Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnarfirði, öðrum niðri í miðbæ og meira að segja einu í Grafarvogi. „Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans,“ segir í tilkynningunni. Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða Í viljayfirlýsingunni sammælast yfirvöld um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, skoða vel fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Hafnarfjarðarbær staðfestir með viljayfirlýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi. Stefnt er að því að niðurstöður úr greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ er haft eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu viljayfirlýsingu um að byggja slíkt húsnæði undir skólann í gær. „Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytum um málið. Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnarfirði, öðrum niðri í miðbæ og meira að segja einu í Grafarvogi. „Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans,“ segir í tilkynningunni. Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða Í viljayfirlýsingunni sammælast yfirvöld um að skipa fulltrúa í verkefnastjórn, skoða vel fyrirliggjandi þarfagreiningar og tillögur um fyrirkomulag eignarhalds og fjármögnun verkefnisins. Hafnarfjarðarbær staðfestir með viljayfirlýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofnfjárframlag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nánara samkomulagi. Stefnt er að því að niðurstöður úr greiningarvinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár. „Þetta er mikill gleðidagur, því núverandi skólabyggingar dreifast um höfuðborgarsvæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til framtíðar og styðjumst við hugmyndafræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undirbúið verkefnið vel og erum sannfærð um að ný skólabygging muni stórefla starfs- og tækninám í landinu,“ er haft eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira