Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2021 10:43 Læknirinn starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. VÍSIR/ARNAR Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Persónuvernd sýknuð í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Upp komst um málið í lok árs 2019 eftir að embætti landlæknis fékk ábendingu um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og að hann væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. Þá hófst umfangsmikil rannsókn embættis landlæknis þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Tugir aðgerða voru til rannsóknar og var niðurstaðan sú að margar þeirra hafi verið ónauðsynlegar eða að óeðlilegum aðferðum hafi verið beitt við framkvæmd þeirra. Læknirinn var þá sviptur starfsleyfi í kjölfarið en hann kærði þá ákvörðun til heilbrigðisráðuneytisins. Settur í bann á skurðstofu og hélt því leyndu Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var í morgun, segir að rannsókn embættis landlæknis megi rekja til ábendinga, sem landlækni bárust frá sérfræðingum sem stöfuðu með lækninum, um að læknirinn hefði haldið því leyndu fyrir Handlæknastöðinni að hann hefði verið settur í bann við skurðstofuvinnu á ótilgreindri sjúkrastofnun í kjölfar veikinda. Þá hafi ábendingarnar varðað hugsanleg brot gegn starfsskyldum með því að hafa framkvæmt aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, skráð aðgerðir á rangan og villan hátt og þannig gefið út rangar og villandi upplýsingar sem undirlag reikninga hjá Sjúkratryggingum Íslands. Stefndi lífi sjúklinga í hættu Læknirinn var boðaður á fund hjá embætti landlæknis þann 5. desember 2019 þar sem hann afsalaði læknaleyfi sínu. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að embætti landlæknis hafi þá óskað eftir mati tveggja sérfræðinga á faglegum starfsháttum hans. Niðurstaða landlæknis hafi verið að læknirinn hefði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir og stefnt sjúklingum þannig í hættu. Einnig lægi fyrir að reikningar sem hann hefði gefið út í umræddum tilvikum hefðu verið rangir. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að óháðu sérfræðingarnir hafi skoðað 53 aðgerðir á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár, eða um fjórðung af aðgerðum læknisins á tímabilinu. Aðrir hefðu ekki framkvæmt aðgerð undir sömu kringumstæðum Í skýrslu sérfræðinganna hafi komið fram að ekki hafi fundist ábending fyrir tólf tilvikum og erfitt sé að sjá að einhver annað hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum. Það hafi einnig verið mat skýrsluhöfunda að læknirinn hafi framkvæmt ákveða aðgerð óeðlilega oft. Þær hafi verið 38 á framangreindu tímabili á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hafi gert núll til tvær aðgerðir. 15 ára stúlka og tveggja ára barn í ónauðsynlega aðgerð Þá kemur fram að sérfræðingunum hafi þótt alvarlegast að ábending hafi ekki verið í tólf tilvikum, þar á meðal hafi verið 15 ára stúlka og í öðru tilfelli hafi verið gerð aðgerð á tveggja ára barni sem hafi verið sérstaklega ámælisvert að mati sérfræðinganna. Sem fyrr segir starfaði læknirinn á Handlæknastöðinni í Glæsibæ og hafði gert í mörg ár. Úlfar Þórðarson, framkvæmdastjóri, neitaði fréttastofu um viðtal vegna málsins í gær og sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra lækna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Persónuvernd sýknuð í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent