Í Morgunblaðinu í morgun segir að Tryggvi hafi látist síðastliðinn mánudag. Þar segir að þeir Tryggvi og Jón hafi í gegnum árin sinnt fjölda stórra verkefna, þeirra á meðal gerð íþróttavalla í Mosfellsbæ, Laugarvatni sem og í Laugardal í Reykjavík.
Tryggvi lenti í hestaslysi árið 2006 og lamaðist þá fyrir neðan háls vegna mænuskaða. Eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi var Tryggvi á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli, allt til ársloka 2017 þegar honum var tilkynnt, að lokinni læknismeðferð í Reykjavík, að hann gæti ekki snúið aftur á Kirkjuhvol vegna skorts á faglærðu starfsfólki.
Hann fékk þó að lokum að dvelja á hjúkrunardeildinni Ljósheimum á Selfossi, en mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma.
Tryggvi virkur í félagsmálum, meðal annars innan Sjálfstæðisflokksins, en á níunda og tíunda áratugnum var hann um árabil í hreppsnefnd Hvolhrepps.
Tryggvi gekk að eiga Elísabetu Andrésdóttur frá Vatnsdal í Fljótshlíð árið 1972 og eignuðust þau saman fjögur börn, en fyrir átti Tryggvi einn son.