„Ætla má að helmingur hunda sé óskráður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. júlí 2021 18:22 Það eru margir hundar sem bíða spenntir eftir að eigendur þeirra komi heim. Dýraþjónustan hefur fengið þó nokkrar ábendingar um hunda sem eru of mikið einir yfir daginn og gelta stanslaust. Vísir Þrátt fyrir mikla aukningu á hundahaldi víða á landinu undanfarin misseri hefur skráning þeirra lítið aukist hjá sveitarfélögum. Deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum telur að um helmingur hunda sé óskráður í Reykjavík. Talsvert er um að fólk tilkynni um vanrækslu. Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum. Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Enn vesen í Vesturbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Síðustu ár hafa skráningar hunda nánast staðið í stað þrátt fyrir sýnilega aukningu hundahalds á höfuðborgarsvæðinu og verið árlega um og yfir tvö þúsund í Reykjavík og Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Dýraþjónusta Reykjavíkur tók við málefnum sem tengjast dýrum í borginni af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í maí á þessu ári. Þjónustan er staðsett í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum en á heimasíðu borgarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að tryggja nauðsynlega þjónustu, fræðslu og yfirsýn yfir málaflokkinn. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri þar segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. „Hundum hefur fjölgað mikið undanfarið sérstaklega núna síðasta árið í Covid. Við höfum heyrt að þeir hafi hreinlega verið uppseldir. Við höfum hins vegar ekki séð það í skráningartölum. Það má ætla að um helmingur hunda sé óskráður,“ segir hann. Þorkell Heiðarsson deildarstjóri hjá Fjölskyldu-og húsdýragarðinum segir hundum hafa fjölgað mikið í borginni en líklega sé aðeins helmingur þeirra skráður. Flest sveitarfélög hafa lækkað eftirlitsgjald með hundum verulega til að fjölga skráðum hundum en gjaldið stendur undir ábyrgðartryggingu gegn tjóni sem hundar kunna að valda þriðja aðila og annarri þjónustu. Þorkell segir að á döfinni sé einnigað fjölga hundagerðum í borginni og auka þjónustu almennt við dýraeigendur. Dýraþjónustan taki einnig við ábendingum frá borgarbúum vegna dýrahalds. „Ef fólki grunar að dýr séu vanrækt á að tilkynna það til Matvælastofnunar sem við erum í samstarfi við. Við höfum hins vegar fengið þó nokkar ábendingar um að hundar séu lengi einir og gelti mikið. Það skýrist mögulega af því að fólk sem gat unnið heima í Covid hefur nú snúið aftur til vinnu og þá eru hundarnir lengur einir en áður og stundum of lengi,“ segir Þorkell. Foto: Hundafjölgun/Ragnar Visage „Dýrahald er hluti af borgarlífinu“ Þorkell segir viðhorf Reykjavíkurborgar til dýrahalds hafa breyst verulega. „Áður var oft litið á gæludýrahald sem heilbrigðisvandamál. Það er ekki lengur þannig. Auðvitað getur komið upp vandi í tengslum dýrahald í þéttbýli og við tökum við þannig ábendingum. Í langflestum tilvikum er gæludýrahald hins vegar afar jákvætt fyrir borgarana. Þetta gefur fólki aukna lífsfyllingu og hvetur til hreyfingar. Ég held að dýrahald í borginni haldi áfram að aukast. Við þurfum að einbeita okkur að allir geti lifað í sátt og samlyndi þ.e. dýraeigendur og þeir sem eiga ekki dýr. Dýrahald er hluti af borgarlífinu og það þurfa allir að sýna þar tillitssemi,“ segir hann að lokum.
Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hundar Tengdar fréttir Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57 Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Enn vesen í Vesturbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Sjá meira
Stórlækka gjöld til að fjölga skráðum hundum í Reykjavík Reykjavíkurborg lækkar gjöld tengd hundum umtalsvert í þriggja ára tilraunaverkefni. 3. júní 2021 09:57
Dýraþjónusta Reykjavíkur Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. 17. febrúar 2021 09:30