Vigdís Birna er sjálf Skagakona og býr á Hvítárvöllum í Borgarfirði. Hún var tuttugasti Íslendingurinn til þess að hreppa titilinn. Hún hlaut fimmtíu þúsund króna gjafabréf frá Icelandair í verðlaun.
Alls voru tólf manns skráðir til keppni. En það voru þau Helga Dís og Rúrik Logi sem höfnuðu í öðru og þriðja sæti.
Hátíðin Írskir dagar er bæjarhátíð Skagamanna sem þeir halda ár hvert til þess að minnast írskrar arfleiðar sinnar. Helgin gekk vel fyrir sig að sögn Fríðu Kristínar, viðburðarstýru Akraneskaupstaðar.

