Vara við því að óbólusett börn ferðist til útlanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2021 10:45 Guðrún Aspelund, yfirlæknir sóttvarnasviðs Embættis landlæknis, varar við því að börn ferðist til útlanda. Vísir Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það. Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Börnum með undirliggjandi sjúkdóma hefur verið boðið í bólusetningu en börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára stendur til boða að fá bólusetningarboð, óski foreldrar eftir því. Þó liggur fyrir að ekki verði ráðist í bólusetningar á börnum fyrr en í ágúst en starfsmenn heilsugæslu eru margir hverjir í sumarfríi þessa dagana. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki sé mælst með því að óbólusett börn ferðist til útlanda. Þá ítrekar hún að börn á tólf til fimmtán ára aldri verði aðeins bólusett óski foreldrar eftir því. „Það hefur verið talað um það að bólusetja börn 12-15 ára ef foreldrar óska þess en það myndi vera gert á heilsugæslunni og ekki fjöldabólusetning, eins og var gert í Laugardalshöllinni. Það er kannski ekki heppilegt að gera það við börn,“ sagði Guðrún. „Þá myndi heilsugæslan taka þetta að sér áfram, eins og þau hafa gert, en þetta yrði þá gert í gegn um lækni eða heilsugæslu viðkomandi. En þangað til eru börnin óbólusett og við erum þá ekki að mæla með að þau séu að fara erlendis, eins og er.“ Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala, sagði í viðtali við Harmageddon á dögunum að það væri galið að bíða með bólusetningu barna. Kórónuveiran geti reynst börnum hættuleg og vísaði hann til þess að 500 börn hafi látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. „Nú hefur verið samþykkt bólusetning 12-16 ára barna við Covid-19 8 í samræmi við samþykki FDA/EMA) svo lengi sem óskað er eftir því. Þetta var skýrt í reglugerð frá Embætti landlæknis. Hins vegar virðist stefnan vera að bíða þar til skóli byrjar. Það ætti að vera augljóst af hverju það er galin hugmynd,“ skrifaði Jón Magnús í færslu á Facebook sem var til umræðu í Harmageddon. „Einnig orkar það tvímælis að bíða eftir meiri samfélagsdreifingu áður en bólusett er. Við vitum að klár ávinningur er af bólusetningu 12-16 ára barna við Covid-19 og öryggi er mjög gott. Hér er ekki verið að láta börn njóta vafans – hér er verið að takmarka aðgengi barna að mikilvægri heilbrigðisþjónustu.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ferðalög Tengdar fréttir Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54 Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. 29. júní 2021 11:54
Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum Umsóknir um vegabréf hafa sexfaldast á síðustu vikum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 14. júní 2021 13:22
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent