Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 14:55 Skjáskot af blaðamynd af svefnherbergi vöggustofu i Reykjavík sem mennirnir fimm sendu fjölmiðlum í dag. Skjáskot Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða. Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu. Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Tómas V. Albertsson og Viðar Eggertson krefjast þess að borgin skipi teymi sérfræðinga til að rannsaka starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins sem Reykjavíkurborg rak og bar ábyrgð á. Í bréfi sem þeir hafa sent borgarstjórn vísa þeir til dr. Sigurjóns Björnssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og forstöðumaður sálfræðideildar borgarinnar, sem hafi sýnt fram á að skaði barna sem voru vistuð þar hafi oft verið varanlegur vegna „rofs á tilfinningalegum þroska þeirra“. Þeir segja að dæmi séu um að fóstur og ættleiðingar barna frá vöggustofunum hafi verið á vafasömum forsendum og það hafi verið á almannavitorði að þangað skyldu barnlaus hjón leita eftir börnum. Mæður barna á vöggustofunum hafi yfirleitt verið í erfiðri félagslegri stöðu, þar á meðal ungar og einstæðar mæður eða einfaldlega fátækar. Þær hafi átt það sammerkt að eiga veikt bakland og því hafi þær brotnað undan þrýstingi félagsmálayfirvalda og afsalað sér börnum sínum. Vilja fimmmenningarnir, sem funda með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á miðvikudag, að sérfræðiteymið skoði af hverju „mannskemmandi“ uppeldisstefna hafi orðið fyrir valinu og hafi áfram verið við lýði eftir að skaðsemi hennar var ljós. Fyrirsögn úr Þjóðviljanum um vöggustofu að Hlíðarenda frá 3. mars árið 1967.Skjáskot „Kanna þarf hversu mörg börn voru vistuð á vöggustofunum á starfstíma þeirra; hvernig þeim heilsaðist eftir vistina og hvernig þeim gekk að fóta sig í lífinu,“ segir í bréfinu. Nú þegar liggi fyrir framburður skjólstæðinga vöggustofanna um slæma andlega heilsu og erfiðleika á lífsleiðinni. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni. Einnig er brýnt að rannsaka hvernig börnunum var ráðstafað í fóstur eða til ættleiðingar, forsendur, fjölda þeirra og afdrif,“ segir í béfinu.
Reykjavík Börn og uppeldi Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira