„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 12:01 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfsisstofnun Vísir Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu