„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 12:01 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfsisstofnun Vísir Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira