Hvar er nýja stjórnarskráin? Já, hvar? Ólafur Ísleifsson skrifar 4. júlí 2021 09:00 Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lesendur kannast við spurninguna í fyrirsögn þessarar greinar. Nú hafa komið fram nýjar upplýsingar um hvar þessa stjórnarskrá sé að finna. Eða ekki. Hvar er hún? Hinn 20. október 2012 var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Ýmsir hafa dregið af þessari atkvæðagreiðslu ályktanir og talið að með henni hafi þjóðin ákveðið að kasta lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 fyrir róða. Svo er ekki. Þetta sýnir Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi í lögfræði, fram á í skarplega ritaðri grein í Tímariti lögfræðinga.[1] Ástæða er til að vekja athygli á niðurstöðum Kristrúnar. Af hverju nýja stjórnarskrá? Kristrún fjallar um Hrunið sem séríslenskt heiti með sérgreindari merkingu um fjármálakreppuna en annars staðar í heiminum, líka í löndum sem fóru verr út úr henni. Hún segir orðið vísa til óstöðvandi áfalls sem ómögulegt virtist að standa af sér. Kristrún segir fjármálakreppuna 2008 hafa kallað fram bylgju hugmynda um aukið lýðræði og bjartsýni á að ný tækni, t.d. um farveg samfélagsmiðla, væri tæki til lýðræðislegra framfara. Í þessum anda hafi farið fram tilraun á Íslandi um „Nýju stjórnarskrána“ sem rituð skyldi án yfirvalds lagahefðar og sérfræðinga og sækti óskorað lögmæti sitt með beinu lýðræði til fólksins í landinu. Frumvarp sem ekki var til Í grein Kristrúnar Heimisdóttur er rakið hvernig frumvarp stjórnlagaráðs tók breytingum í meðförum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Textinn tók veigamiklum breytingum af hálfu sérfræðinganefndar og alþingismanna. Þetta segir Kristrún hafa verið illa útskýrt fyrir kjósendum. Kristrún segir ógjörning að ákvarða hvaða texti kunni að hafa öðlast lögmæti með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunni, „því hvaða skjal er hin sanna og rétta „tillaga stjórnlagaráðs“ sem allir kosningabærir Íslendingar voru kallaðir til að greiða atkvæði um 2012? Um hvað voru atkvæði greidd? Hvar er nýja stjórnarskrá að finna í textum málsins? Er hún í ófullbúnum textum stjórnlagaráðs, eða í frumvarpi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hvaða texti er það þá?“ Málefnið sem lagt var fyrir kjósendur var þannig ranglega fram sett, segir Kristrún, og lá ekki fyrir þegar atkvæðagreiðsla fór fram. Augljóst er af greiningu Kristrúnar Heimisdóttur að enginn lýðræðislegur stuðningur liggur að baki því plaggi sem greidd voru atkvæði um 20. október 2012 enda voru kjósendur ekki upplýstir um efni plaggsins eða hvaða breytingar hefðu orðið á því frá því stjórnlagaráð lauk afgreiðslu sinni. Nýja stjórnarskráin er ekki til. Ber að kasta stjórnarskrá fyrir róða í heilu lagi? Hugmyndin um að kasta stjórnarskrá lýðveldisins, sem naut stuðnings nær allra kosningabærra manna 1944, fyrir ofurborð verður að teljast varhugaverð svo ekki sé meira sagt. Skiljanlegt er að upplausnarflokkur á borð við pírata haldi fram slíkri tillögu en einhverjir kunna að spyrja hvers vegna Samfylkingin taki undir slíkan málatilbúnað. Er hún ekki norrænn jafnaðarmannaflokkur? Þetta er gild spurning í ljósi afstöðu Samfylkingar til stjórnarskrárinnar. Myndi einhver jafnaðarmannaflokkur á Norðurlöndum eða í Evrópu styðja að stjórnarskrá landsins yrði kastað fyrir borð í heilu lagi? Spurningin svarar sér sjálf. Enginn jafnaðarmannaflokkur myndi gera það. Nærtækt sýnist kannski að telja Samfylkingu flokk af ætt pírata. Breytingar á stjórnarskrá Kristrún Heimisdóttur leggur í grein sinni áherslu á að í stjórnarskránni er ákvæði um hvernig henni skuli breytt og gefi það ákvæði henni gildi sem stjórnarskrá umfram almenna löggjöf. Breytingarákvæðið í 79. gr. stjórnarskrárinnar um samþykki tveggja þinga milli kosninga eigi sér djúpar rætur í vestrænni hefð frjálslynds lýðræðis og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Með tímaritsgrein sinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur gert út um tilraunir í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 til að fleygja fyrir borð lýðveldisstjórnarskránni frá 1944 með þeim breytingum sem hún hefur tekið síðan. Ábyrg afstaða til stjórnarskrármálefna kallar á að breytingar á stjórnarskrá séu gerðar á grundvelli vandaðs undirbúnings og að þær njóti víðtæks stuðnings. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. [1] Kristrún Heimisdóttir. 2020. Landfesti lýðræðis: Þýðing breytingarreglu stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 70. árgangur. Haust 2020.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun