Svar við svari Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 3. júlí 2021 14:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal aflaheimilda var gefið frjálst árið 1991 hafa miklar breytingar átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Samþjöppun hefur orðið á aflaheimildum, veiðar og vinnsla hafa verið samræmdar og tæknivæðing hefur aukist mikið, svo nokkuð sé nefnt. Afleiðingin er að afkoma hefur batnað til mikilla muna. Þegar umrædd skýrsla var skrifuð var afkoma í sjávarútvegi á Íslandi hins vegar að jafnaði ekki betri en í öðrum atvinnugreinum. Ég, ásamt mörgum kollegum mínum, taldi því sérstaka skattlagningu sjávarútvegs óraunhæfa, af ástæðum sem Heiðrún tíundar ágætlega í grein sinni – með tilvitnunum í mig. Þetta breyttist árið 2009. Arðsemi tók mikinn kipp upp á við og hefur haldist mjög góð síðan, eins og sjá má t.d. hér. Við þetta breyttust að sjálfsögðu forsendurnar sem eldri greining hafði byggt á. Veiðigjald var í kjölfarið hækkað mjög mikið og nemur nú um þriðjungi umframhagnaðar að mati Heiðrúnar. Heiðrún vill meina að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrri niðurstöður. Það fæ ég ekki skilið. Ég hefði einmitt haldið að það að eiga aflaheimildir sé betra þegar afkoma er góð en þegar hún er slæm. En látum það liggja á milli hluta. Röksemdir Viðreisnar fyrir samningaleið snúa að skilvirku mati á virði þess að hafa aðgang að takmarkaðri auðlind sem og því að verja útgerðina fyrir þeirri pólitískri óvissu sem hún býr við í dag. Sala ríkisins á nýtingarsamningum þegar þeir hafa runnið út kemur þá í stað veiðigjalds. Ég hef ítrekað bent á að hægðarleikur er að útfæra samningaleið þannig að umfang veiðigjalds fari ekki yfir þau 33% sem það er í dag. Það er gert með því að hafa samningana nægilega langa til að 67% falli enn til útgerðarinnar, því í upphafi er samningunum úthlutað á grundvelli núverandi úthlutunar aflaheimilda. Ef útgerðin er með sömu tekjur hvernig getur þá þessi kerfisbreyting sett allt á hliðina? Þetta fæ ég ekki með nokkru móti skilið. Ég er því afar hissa á þeirri fullyrðingu Heiðrúnar að samningaleið sem aflar sömu tekna og veiðigjald þurrki út eignir útgerðarinnar. Ég hefði afar gaman af að sjá þá útreikninga. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar