Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2021 11:59 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í fyrrdag. Vísir/Lillý Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira