Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2021 12:01 Tsíkanúskaja sagði þvingunaraðgerðir gegn stjórn Lúkasjenka nauðsynlegar en þær leysi vandann ekki einar og sér. Vísir/Arnar Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12