Höfðu nokkrar mínútur til að flýja þegar bærinn brann til grunna Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 20:06 Gróðureldar loga víða í Bresku-Kólumbíu. AP/Marshall Potts Íbúar Lytton í Kanada áttu fótum sínum fjör að launa í gærkvöldi þegar skógareldur umlukti þorpið með litlum fyrirvara. Þeir flúðu í allar áttir en þorpið brann nánast allt til kaldra kola á nokkrum mínútum. Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021 Kanada Loftslagsmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira
Ráðamenn segja að illa gangi að finna fólkið og ganga úr skugga um að það sé heilt á húfi. Vegna bilunar í símsendum og rafmagnsleysis eru samskipti á svæðinu erfið og ráðamenn hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir um íbúa sem ekki hefur tekist að ná í. Í samtali við CBC News segir þingmaður af svæðinu að minnst 90 prósent Lytton hafi brunnið. Það sé erfitt að finna íbúa sem flúðu bæinn en það sé í hæsta forgangi. Hér má sjá sjónvarpsfrétt CBC frá því í dag. Lytton er í Bresku-Kólumbíu en gífurleg hitabylgja hefur verið leikið íbúa vesturstrandar Kanada og Bandaríkjanna grátt undanfarna daga. Talið er að hundruð hafi dáið vegna hitabylgjunnar en þegar mest var mældist hittin tæpar 50 gráður í Lytton. Aldrei áður hefur svo hár hiti mælst í Kanada. CBC hefur eftir Jan Polderman, bæjarstjóra Lytton, að hann hafi skrifað undir rýmingarskipun klukkan sex að staðartíma í gær. Eldurinn hafi þó umlukt þorpið áður en hægt hafi verið að skipuleggja rýminguna. „Bærinn brann til grunna,“ sagði Polderman. „Ég tók eftir hvítum reyk suður af bænum og fimmtán til tuttugu mínútum síðar stóð bærinn í ljósum logum.“ Hér má sjá myndefni sem sýnir aðstæður þegar íbúar þurftu að flýja í gær. Hér er svo tíst frá blaðamanni CBC sem sýnir aðalgötu Lytton og hve mikið tjónið er. Lytton's Main Street, before and after yesterday's devastating fire. (Photo from a Chilliwack Fire Department member) pic.twitter.com/OaoRvg1ch3— Justin McElroy (@j_mcelroy) July 1, 2021
Kanada Loftslagsmál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Sjá meira