Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 30. júní 2021 13:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun