Sumarfrí þingmanna rofið til að leiðrétta mistök Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 14:35 Jón Þór Ólafsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann og kollegar hans á þingi munu koma saman í næstu viku, í miðju sumarfríi. Vísir/Vilhelm Áætlað er að Alþingi komi saman í næstu viku til þess að leiðrétta mistök sem gerð voru við meðferð frumvarps til kosningalaga og frumvarps til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Þetta staðfestir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við Vísi. Forsaga málsins er sú að nú í lok þings átti að færa ákvæði um listabókstafi stjórnmálaflokka úr lögum um alþingiskosningar yfir í lög um fjármál stjórnmálasamtaka, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Ákveðið var að fresta gildistöku kosningalaga til 1. janúar næstkomandi eftir ábendingu frá forsætisráðuneytinu en hin lögin áttu að taka gildi þegar í stað við birtingu, en þau hafa ekki enn verið birt. Þar sem í frumvarpi að lögum um fjármál stjórnmálasamtaka var að finna ákvæði sem felldi úr gildi ákvæði núgildandi kosningalaga um listabókstafi hefði því ekki verið neitt ákvæði í gildi um listabókstafi stjórnmálaflokka fram að áramótum. Ákvæðið sem nú er í gildi kveður meðal annars á um hvernig haga eigi lista yfir skráð stjórnmálasamtök og hvernig úthluta eigi stjórnmálasamtökum, sem ekki buðu fram í síðustu alþingiskosningum, listabókstaf. „Það var verið að breyta rosalega mörgum lögum hérna á lokametrunum sem höfðu að gera með kosningarnar,“ segir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við Vísi. Nefndin kemur saman á morgun til þess að fara yfir málið og í kjölfarið er gert ráð fyrir að þing komi saman eftir helgi til þess að greiða úr því. „Forsetinn er ekki búinn að skrifa undir þetta, þannig að það er ekki orðið að lögum. Það þarf bara að laga þetta því annars er einhver óvissa varðandi listabókstafina,“ segir Jón Þór. Öruggast að eyða óvissunni sem fyrst Jón Þór segir að ýmsar leiðir til þess að greiða úr málinu hafi verið íhugaðar. Þar sem það snúi að kosningum til Alþingis, sem fara fram í september á þessu ári, hafi verið litið svo á að best væri að þingið leiðrétti umsvifalaust þau mistök sem hafi verið gerð. Hann segir það iðulega gerast að leiðrétta þurfi lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Til stóð að Alþingi yrði í sumarfríi þangað til kæmi að hinum svokallaða þingstubbi í ágúst, síðasta þingi fyrir kosningar. Hins vegar hafi verið litið svo á að ganga þyrfti strax í málið. „Það er eitthvað sem gerist öðru hvoru. Munurinn er sá að það eru kosningar í haust og þetta varðar kosningarnar. Þannig að það er betra að vera ekkert að bíða með þetta,“ segir Jón Þór sem gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði afgreitt hratt og örugglega í þinginu, enda aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. „Þingið verður að koma saman til þess að taka af allan vafa og vera ekki að skapa óvissu varðandi kosningarnar og það er best að gera það bara strax.“ Annmarki sem bregðast þurfi við Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðherra muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þingið saman 6. júlí næstkomandi, þar sem lagt verður fram frumvarp til að leiðrétta málið, þar sem nauðsynlegt sé að bregðast við þessum annmarka á löggjöfinni fyrir komandi kosningar. „Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka,“ segir í tilkynningunni. Að óbreyttu hefði því ekkert heildarákvæði um listabókstafi stjórnmálasamtaka verið í gildi fyrir kosningar til Alþingis 25. september næstkomandi. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Forsaga málsins er sú að nú í lok þings átti að færa ákvæði um listabókstafi stjórnmálaflokka úr lögum um alþingiskosningar yfir í lög um fjármál stjórnmálasamtaka, samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra. Ákveðið var að fresta gildistöku kosningalaga til 1. janúar næstkomandi eftir ábendingu frá forsætisráðuneytinu en hin lögin áttu að taka gildi þegar í stað við birtingu, en þau hafa ekki enn verið birt. Þar sem í frumvarpi að lögum um fjármál stjórnmálasamtaka var að finna ákvæði sem felldi úr gildi ákvæði núgildandi kosningalaga um listabókstafi hefði því ekki verið neitt ákvæði í gildi um listabókstafi stjórnmálaflokka fram að áramótum. Ákvæðið sem nú er í gildi kveður meðal annars á um hvernig haga eigi lista yfir skráð stjórnmálasamtök og hvernig úthluta eigi stjórnmálasamtökum, sem ekki buðu fram í síðustu alþingiskosningum, listabókstaf. „Það var verið að breyta rosalega mörgum lögum hérna á lokametrunum sem höfðu að gera með kosningarnar,“ segir Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í samtali við Vísi. Nefndin kemur saman á morgun til þess að fara yfir málið og í kjölfarið er gert ráð fyrir að þing komi saman eftir helgi til þess að greiða úr því. „Forsetinn er ekki búinn að skrifa undir þetta, þannig að það er ekki orðið að lögum. Það þarf bara að laga þetta því annars er einhver óvissa varðandi listabókstafina,“ segir Jón Þór. Öruggast að eyða óvissunni sem fyrst Jón Þór segir að ýmsar leiðir til þess að greiða úr málinu hafi verið íhugaðar. Þar sem það snúi að kosningum til Alþingis, sem fara fram í september á þessu ári, hafi verið litið svo á að best væri að þingið leiðrétti umsvifalaust þau mistök sem hafi verið gerð. Hann segir það iðulega gerast að leiðrétta þurfi lög sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Til stóð að Alþingi yrði í sumarfríi þangað til kæmi að hinum svokallaða þingstubbi í ágúst, síðasta þingi fyrir kosningar. Hins vegar hafi verið litið svo á að ganga þyrfti strax í málið. „Það er eitthvað sem gerist öðru hvoru. Munurinn er sá að það eru kosningar í haust og þetta varðar kosningarnar. Þannig að það er betra að vera ekkert að bíða með þetta,“ segir Jón Þór sem gerir fastlega ráð fyrir því að málið verði afgreitt hratt og örugglega í þinginu, enda aðeins um tæknilega útfærslu að ræða. „Þingið verður að koma saman til þess að taka af allan vafa og vera ekki að skapa óvissu varðandi kosningarnar og það er best að gera það bara strax.“ Annmarki sem bregðast þurfi við Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að forsætisráðherra muni leita atbeina forseta Íslands til að kalla þingið saman 6. júlí næstkomandi, þar sem lagt verður fram frumvarp til að leiðrétta málið, þar sem nauðsynlegt sé að bregðast við þessum annmarka á löggjöfinni fyrir komandi kosningar. „Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka,“ segir í tilkynningunni. Að óbreyttu hefði því ekkert heildarákvæði um listabókstafi stjórnmálasamtaka verið í gildi fyrir kosningar til Alþingis 25. september næstkomandi.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?