Covid-19 út, klassískt kvef inn Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 11:29 Sýnataka vegna Covid hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins Vísir/Vilhelm Það er fyrirsjáanlegt: Að öllum sóttvarnaráðstöfunum hafi verið aflétt á Íslandi hefur í för með sér að sóttvarnir landsmanna verða lakari. Þessarar breytingar er strax farið að gæta á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem nokkurt rennerí er á fólki vegna kvefsótta. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, staðfesti í viðtali á Bylgjunni í gær það sem margir hafa fundið á eigin skinni að undanförnu, að umgangspestir eru farnar að banka upp á á nýjan leik. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur „Við verðum vör við það að um leið og fólk fer að umgangast meira og þéttar, fer að bera á öðrum sýkingum. Hvort sem það eru magapestir eða öndunarfærasýkingar, eru þær áberandi þegar fólk fer að umgangast meira. Og það er svolítið óvenjulegt þegar komið er svona langt fram á sumar,“ sagði Óskar. Nú sé meira um kvefpestir, þar sem hefðbundin öndunarfæraeinkenni kæmu fram, hitavella, hósti og nefstíflur. Óskar segir þetta ekki sérlega skætt þessa stundina en að dæmi væru um kinnholu- og eyrnabólgur hjá sjúklingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera á heilsugæslunum að undanförnu. Annars vegar er sjálfsagt uppsöfnuð þörf fyrir að mæta með langvinn einkenni og svo er svolítið um pestir. Það er bara svolítið að gera og fólk hefur sem betur fer sýnt okkur mikinn skilning og biðlund.“ Inflúensan sjálf er að sögn Óskars ekki að gera vart við sig, enda er sá veirusjúkdómur vanur að herja á landsmenn seint á veturna og yfir áramót. Það er hins vegar svo að inflúensan var töluvert máttlausari í vetur en venjulega, enda ljóst að umgangur milli fólks var minni þegar hún hefði átt að standa sem hæst. Eins og Óskar bendir á er hefðbundin kvefpest ekki eins bráð og inflúensan, sem er mun færari um að taka fólk alveg úr umferð á meðan hún ræðst til atlögu. Kvefið mallar og varir lengur, en er viðráðanlegra á meðan er. Óskar brýnir fyrir fólki að drífa sig í sýnatöku við Covid-19 ef það finnur til hefðbundinna flensueinkenna, enda geti fólk enn smitast þótt það sé bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira