Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 12:51 Katrín Jakobsdóttir segir að sjaldan hafi verið aukið jafn hressilega í heilbrigðiskerfið og á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.” Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Læknar afhentu Svandísi Svavarsdóttur undirskriftalistann á miðvikudag en þar saka þeir stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi innan heilbrigðiskerfisins. Katrín Jakobsdóttir var spurð út í málið í Sprengisandi í morgun, þar sem hún sgðist ekki geta tekið undir þær fullyrðingar að stjórnvöld hafi vanrækt heilbrigðiskerfið. „Tölurnar tala sínu máli. Við erum auðvitað búin að stórauka framlög til heilbrigðismála sem var það sem við sögðumst ætla að gera, bæði í fjárfestingar – og þá er ég að vitna í nýbyggingu Landspítalans sem var sett af stað á þessu kjörtímabili og hefur verið beðið eftir. Þetta voru læknar meðal annars að ræða um, aðstæður á Landspítala, og við verðum auðvitað einhvern tímann að fara af stað í slíka framkvæmd,” segir Katrín. „Ég er líka að tala um fjölgun hjúkrunarrýma sem er auðvitað stórmál en líka í rekstur þar sem fjármunir hafa verið auknir og við erum að sjá bæði aukningu í krónutölu en líka sem hlutfall af landsframleiðslu.” Katrín bendir á heilbrigðiskerfið sé viðvarandi verkefni og að það sé nú að koma út úr gríðarlegum álagstíma. Þá hafi til dæmis milljarði verið varið í geðheilbrigðismál á kjörtímabilinu, en að það se málaflokkur sem taki tíma að snúa við og breyta. „En hins vegar er það ómaklegt að segja að ekkert hafi verið gert, því ég held að staðreyndin sé sú að sjaldan hefur verið aukið jafn hressilega í heilbrigðismál og á þessu kjörtímabili.” Hún nefnir að heilsugæslan hafi verið stórefld, sem hafi verið liður í því að draga úr álagi á Landspítalanum, sem eigi að fást við alvarlegri tilfelli. „Það er búið að vera gríðarlegt álag á kerfinu og það tekur tíma að ná breytingum.”
Landspítalinn Heilsugæsla Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira