Leyfðu sér ekki að missa vonina Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2021 11:10 Umfangsmikil leit stóð yfir af bandarískum ferðamanni í gær og fyrradag. Vísir/Vilhelm Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst eftir tæplega sólarhrings leit í Geldingadölum í gærkvöld hefur það fínt og braggast vel. Björgunarsveitarfólk segist ekki hafa misst vonina - þó svartsýnar spár hafi vissulega verið inni í myndinni. Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.” Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Maðurinn fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöld. Hann fannst vestan við Núpshlíðarháls, eða um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína. Jónas Guðmundsson er í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Við vinnum þetta þannig að þegar fólk týnist þá byrjum við að leita mjög þétt í kringum þann stað sem viðkomandi sást síðast, við byggjum á tölfræði frá fyrri leitum. Og í þessu tilfelli var það langur tími liðinn að við erum farin að vinna okkur út frá þeim stað í allar áttir. Þetta er svolítið eins og að kasta steini í tjörn, að þá verða ölduhringir,” segir Jónas Guðmundsson, í vettvangsstjórn Landsbjargar. „Eftir því sem lengri tími líður því lengri tíma hefur viðkomandi til þess að labba lengra í burtu. Það var raunverulega bara þetta kerfi okkar sem leiddi okkur að honum á þessum tímapunkti,” segir hann. Jónas segir að eðlilega hafi viðbrögð mannsins verið góð þegar hann loks mætti björgunarfólki.„Hann var náttúrlega bara eins og allir sem að þessu koma. Glaður og sáttur við að vera fundinn og líklega meira glaður og sáttur en flestir, ef ekki allir. En það er líka bara þannig að þeir sem að þessu koma, lögregla, við og gæslan – menn eru auðvitað mjög sáttir þegar þetta endar svona og sérstaklega eftir þennan tíma.” Heldur vonandi áfram að ferðast um landið Hann segir björgunarfólk aldrei hafa leyft sér að verða svartsýn. „Nei veistu við leyfðum okkur ekki að vera svartsýn á svona tímapunkti en auðvitað er ein sviðsmyndin sú að hlutir fari á versta veg. En þarna var búið að vera ágætis veður, hann var þokkalega búinn og við vorum alveg bjartsýn á þessum tímapunkti á að við myndum finna hann vonandi fyrr en síðar.” Ástandið á manninum var ágætt „Hann var nokkuð vel staddur. Hann var í ágætis dúnúlpu, hann hafði eitthvað hruflað sig og dottið og eitthvað þess háttar en annars bara nokkuð góður. Og hann fékk þarna mat og eitthvað að drekka hjá björgunarsveitarfólkinu og svo kom þyrlan og sótti hann og flutti hann á Borgarspítalann í læknisskoðun,” segir Jónas. „Þetta voru einhverjar smá hruflur og hann heldur vonandi bara áfram að ferðast um Ísland, reynslunni ríkari. Kannski fékk að kynnast náttúrunni aðeins betur en hann átti von á.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45 Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45 Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Biðja fólk um að skoða myndir frá gossvæðinu vegna leitarinnar Björgunarsveitir biðla til fólks sem var við gosstöðvarnar í Geldingadölum í gær að skoða myndefni sem það tók þar, í þeirri von að þar geti leynst vísbendingar sem gætu nýst við leit að bandaríska ferðamanninum sem hefur verið saknað 26. júní 2021 18:45
Leitarhópar frá nánast öllu landinu kallaðir út Enn stendur yfir umfangsmikil leit í Geldingadölum vegna bandarísks ferðamanns sem varð þar viðskila við eiginkonu sína í gær. Leitin hefur engan árangur borið, tæpum sólarhring eftir að tilkynnt var um hvarf mannsins. 26. júní 2021 12:45
Leit í nótt bar ekki árangur Leit að erlendum ferðamanni, sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall um klukkan þrjú í gær, bar engan árangur í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni. 26. júní 2021 07:24
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu