Nokkuð jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var staðan 16-14, Gummersbach í vil.
Gummersbach var alltaf skrefinu á undan, en átti í erfiðleikum með að hrista Grosswallstadt af sér. Það tókst loksins undir lok leiksins og sex marka sigur því staðreynd.
Guðjón Valur og lærisveinar hans þurftu að treysta á það að N-Lubbecke myndi tapa á heimavelli gegn Ferndorf sem situr í tólfta sæti deildarinnar. Lubbecke vann sinn leik 33-27, eins og Gummersbach, og þeir eru því á leið í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili á kostnað Gummersbach