Enn um gölluð veiðigjöld Daði Már Kristófersson skrifar 26. júní 2021 13:00 Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð. Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til. Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Visir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. Viðfangsefni mitt var hins vegar veiðigjöld og hve snúið er að leggja þau á með sanngjörnum hætti ef tekjurnar af veiðunum, þ.e. verðið á fisknum, er óvíst. Vissulega hefur óvíst fiskverð afleiðingar fyrir kjör sjómanna. Sjómenn og útgerðarmenn hafa reynt að finna á því lausnir, eins og Pétur bendir á. Þó er óánægja sjómanna með mat á verði fisk enn umtalsverð. Vandamálið er snúnara hvað varðar útreikning veiðigjalda. Ef þau eiga að vera sanngjörn, hvorki of lág eða of há, þurfa að liggja fyrir áreiðanlegar tölur um afkomu. Þær tölur eru ekki til. Ýmsar lausnir hafa verið til umræðu. Sumir telja að reikna megi þessa stærð með forsendum og kúnstum. Um það efast ég, eftir áralanga þátttöku í slíkri vinnu. Aðrir aðhillast kröfur um að allur fiskur fari á fiskmarkaði, þar sem gagnsæ verðlagning á sér stað. Þetta tel ég heldur ekki góða lausn. Slíkt fyrirkomulag er við líði í Noregi. Ágangurinn er ekki uppörvandi. Fullkomlega skortir á samhæfingu veiða og vinnslu í Noregi og verðmætasköpun mun minni en í íslenskum sjávarútvegi. Um galla þessa fyrirkomulags hafa verið skrifaðar langar skýrslur á vegum norskra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Ég sé aðeins eina leið sem nokkurt vit er í. Að byggja gjaldtökuna á mati útgerðanna sjálfra á virði á aflaheimilda með sölu þeirra. Um þetta vil ég gjarnan ræða frekar við Pétur. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar