Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. júní 2021 23:37 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Jón Magnús ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag eftir að greint var frá því að 78 tilkynningar sem snúa að tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar hefðu borist Lyfjastofnun. Hann segir að ekki hafi enn verið sýnt fram á klárt orsakasamhengi milli bólusetninganna og breytinga á tíðablæðingum en þetta verið talsvert kannað erlendis þar sem fleiri hafa verið bólusettir. „Og við þurfum að skoða þessar tilkynningar til að sjá hvort það sé orsakasamhengi. Tilkynningar þýðir ekki að það sé sannað að þetta sé afleiðing hins. Nákvæmlega eins og tilkynningar um allar aðrar aukaverkanir. En við þurfum að tilkynna allt sem gerist,“ sagði Jón Magnús. Hiti og bólga brengla hormónaframleiðslu Hann nefnir þó að slíkar breytingar hafi sést í tengslum við mörg önnur bóluefni og marga aðra sjúkdóma. „En þá er þetta aldrei langvinn breyting sem hefur áhrif á tíðablæðingar til lengri tíma eða nokkra aðra þætti sem tengjast frjósemi,“ ítrekar hann. „Þetta er mikilvægt að undirstrika því við höfum séð að allar ástæður hita, allt sem veldur hita, hvort sem það er bólusetning eða Covid-19 eða aðrir sjúkdómar, valda stundum óreglulegum blæðingum hjá konum,“ heldur hann áfram. Hann reifar þá eina kenningu um það hvers vegna hiti og bólga geti valdið breytingum á blæðingum og í sumum tilfellum hjá konum sem hafi þegar gengið í gegn um tíðahvörf: „Það verður ójafnvægi í hormónaframleiðslu út af bólgunni sem veldur því einmitt að meira að segja þegar maður er búinn að fara í gegn um tíðahvörf að þá verður aukning á vissum hormónum eða minnkun á öðrum hormónum sem veldur þessari tímabundnu breytingu sem að hverfur síðan þegar rót bólgunnar er horfin.“ Hann segir því að aukaverkunin sé ekkert til að hafa áhyggjur af og sérstaklega ekki í samanburði við Covid-19. „Það sem við höfum séð með Covid-19 er að það veldur óreglulegum blæðingum og er náttúrulega hættulegt á meðgöngu út af því að það eykur hættu á skaðlegum fylgikvillum þungunar, eins og ótímabærum dauðsföllum bæði móður og fósturs, í sjaldgæfum tilfellum blessunarlega, en við höfum séð það.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvenheilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira