Átján giftingar á einum degi í Grafarvogskirkju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júní 2021 19:33 María Rún Ellertsdóttir mun ganga í það heilaga í Grafarvogskirkju og laugardag og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í kirkjunni mun gefa hana og tilvonandi eiginmanninn saman. vísir/egill Algjör sprenging varð í svokölluð „drop-in“ brúðkaup sem verða í Grafarvogskirkju á laugardag. Átján pör ætla að gifta sig og átta pör eru á biðlista. Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María. Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María.
Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira