Líklegra að ég vinni í lottóinu heldur en að ég fái útskýringar frá dómurunum Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2021 20:30 Þorvaldur var ansi svekktur með að vera úr leik í bikarnum Vísir/Hulda Margrét Stjarnan datt út á dramatískan hátt þegar KA skoraði sigurmark í uppbótartíma. Boltinn var farinn út af í aðdraganda marksins.Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var myrkur í máli í garð dómarateymi leiksins. „Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleik sem voru bæði tekinn af okkur. Ég skoðaði þau á myndbandsupptöku og fyrsta markið okkar var löglegt." „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins," sagði Þorvaldur. Þorvaldur var afar svekktur með dómara kvöldsins og fékk hann engar útskýringar frá þeim eftir leik. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana." „Það er mikil pressa á dómarana að taka réttar ákvarðanir en þeir verða líka að geta lesið í stöðunni og taka réttar ákvarðanir sérstaklega í stórum atvikum, þetta var sami dómari og dæmdi víti á síðustu mínútunni hérna í fyrra gegn KA." „Við getum lítið gert í þessu núna það er ekkert sem breytir þessu núna, en ég mun taka þátt í lottóinu um helgina ég á séns þar." Þorvaldur var ánægður með hin unga Eggert Aron Guðmundsson sem var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan hefur verið á góðu flugi í síðustu leikjum miðað við byrjun liðsins og gæti svona tap haft mikil áhrif á stígandann í liði Stjörnunnar. „Það eru nokkrar mínútur frá því leikurinn kláraðist, ég ætla leyfa mínum mönnum að sofa á þessu. Það er bara næsti leikur og við þurfum að mæta klárir í hann." „Eftir svona leik þarf dómarateymið að líta í eigin barm en þó við líka og næst þurfum við líklega að skora sex mörk til að vinna leikinn," sagði Þorvaldur að lokum. Stjarnan Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
„Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleik sem voru bæði tekinn af okkur. Ég skoðaði þau á myndbandsupptöku og fyrsta markið okkar var löglegt." „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins," sagði Þorvaldur. Þorvaldur var afar svekktur með dómara kvöldsins og fékk hann engar útskýringar frá þeim eftir leik. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana." „Það er mikil pressa á dómarana að taka réttar ákvarðanir en þeir verða líka að geta lesið í stöðunni og taka réttar ákvarðanir sérstaklega í stórum atvikum, þetta var sami dómari og dæmdi víti á síðustu mínútunni hérna í fyrra gegn KA." „Við getum lítið gert í þessu núna það er ekkert sem breytir þessu núna, en ég mun taka þátt í lottóinu um helgina ég á séns þar." Þorvaldur var ánægður með hin unga Eggert Aron Guðmundsson sem var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan hefur verið á góðu flugi í síðustu leikjum miðað við byrjun liðsins og gæti svona tap haft mikil áhrif á stígandann í liði Stjörnunnar. „Það eru nokkrar mínútur frá því leikurinn kláraðist, ég ætla leyfa mínum mönnum að sofa á þessu. Það er bara næsti leikur og við þurfum að mæta klárir í hann." „Eftir svona leik þarf dómarateymið að líta í eigin barm en þó við líka og næst þurfum við líklega að skora sex mörk til að vinna leikinn," sagði Þorvaldur að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti