„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar. Íslenski boltinn 22.8.2025 10:31
„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Íslenski boltinn 22.8.2025 08:59
Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Stuðningsmenn Vestra hafa fengið góðar fréttir fyrir úrslitaleik Mjólkurbikars karla því einn af lykilmönnum liðsins hefur framlengt samning sinn við það. Íslenski boltinn 21.8.2025 12:32
Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn 20.8.2025 06:31
„Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ „Mér fannst við spila vel, við byrjuðum ekki vel en við náðum að koma okkur inn í leikinn. Eftir 20 mínútur vorum við betra liðið á vellinum og ég er ánægður með frammistöðuna okkar í dag.“ Fótbolti 1. júlí 2025 22:31
„Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2025 22:18
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Valur tók á móti Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á Hlíðarenda. Bæði lið duttu út í undanúrslitum í fyrra og voru því bæði lið að vonast til þess að komast einu skrefi lengra í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2025 18:45
Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 1. júlí 2025 11:32
„Þetta var leikur smáatriða“ Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. Íslenski boltinn 19. júní 2025 23:05
Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins | Vestri fékk heimaleik Það var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars karla í kvöld, í beinni útsendingu hjá RÚV eftir leik Aftureldingar og Fram. Sport 19. júní 2025 22:45
Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Fram varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Leikurinn fór fram á Malbikstöðinni að Varmá og sigruðu gestirnir 1-0. Íslenski boltinn 19. júní 2025 22:00
Skalli Hólmars kemur Val í undanúrslit ÍBV fékk Val í heimsókn í dag, þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Sport 19. júní 2025 19:21
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ Stjarnan lagði Keflavík að velli 4-2 þegar liðin áttust við í feykilega fjörugum leik í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn 18. júní 2025 21:46
Vestramenn áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla hófst í dag á Ísafirði þar sem Vestri tók á móti Þór. Vestri vann leikinn 2-0 og eru því komnir áfram í undanúrslit en Þórsarar eru úr leik. Sport 18. júní 2025 19:25
„Mætum einu besta liði landsins“ Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Íslenski boltinn 18. júní 2025 13:32
Þróttur mætir bikarmeisturunum Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3. Íslenski boltinn 16. maí 2025 12:33
„Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í kvöld þegar þeir lögðu Breiðablik af velli 1-2 á Kópavogsvelli. Daði Berg Jónsson skoraði sigurmark Vestra og lagði að auki upp fyrra markið. Sport 15. maí 2025 22:02
Bikarævintýri Fram heldur áfram Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik. Íslenski boltinn 15. maí 2025 20:02
Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni til að slá 2. deildarlið Kára úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Valur nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Þrótti Reykjavík. Íslenski boltinn 14. maí 2025 22:56
Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þremur af leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla er nú lokið. Á Akranesi var Afturelding í heimsókn og fór það svo að gestirnir unnu 1-0 útisigur. Þá hefndi ÍBV fyrir tapið gegn KR á dögunum með frábærum 3-2 sigri í Laugardalnum. Íslenski boltinn 14. maí 2025 20:07
Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Þór Akureyri sótti Selfoss heim í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Það verður ekki sagt að gestirnir hafi lent í vandræðum en þeir unnu þægilegan 4-1 útisigur og eru komnir í átta liða úrslit. Íslenski boltinn 13. maí 2025 19:56
Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Vængmaðurinn Luke Rae verður ekki með KR næstu vikurnar. Um er að ræða mikið högg fyrir Vesturbæjarliðið þar sem Luke hefur verið magnaður það sem af er sumri. Í sex leikjum í Bestu deild karla í knattspyrnu hefur hann skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú til viðbótar. Íslenski boltinn 13. maí 2025 18:35
Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusamband Íslands fundaði í dag. Þar voru tveir leikmenn úrskurðaðir í bann í næstu umferð Mjólkurbikars karla. Um er að ræða 16-liða úrslit og fara leikirnir fram 14. og 15. maí næstkomandi. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 23:02
Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Það verða fjórir Bestu deildar slagir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta en dregið var í hádeginu í dag. Íslenski boltinn 22. apríl 2025 12:32
Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag. Íslenski boltinn 19. apríl 2025 18:02