„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 08:59 Davíð Smári Lamude með bikarinn eftirsótta í baksýn. Sýn Sport „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“ Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira