Útiloka ekki stofnun nýs flokks Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 18:13 Benedikt Jóhannesson sagði sig nýlega úr framkvæmdastjórn Viðreisnar. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans. Bæði Benedikt og Ingólfur Hjörleifsson, fyrrum frambjóðandi flokksins til þingkosninga, hafa gagnrýnt vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar og aðferðir við val á lista fyrir næstu þingkosningar. Í dag var stofnaður Facebook-hópurinn C++ frelsi og frjálslynd hugsun!. C er listabókstafur Viðreisnar og gæti því einhver skilið nafn flokksins sem Viðreisn 2.0, uppfærða og betri. Umræðuhópurinn umræddi er prívat og hugsaður fyrir þá sem vilja ræða frelsi og frjálslynda hugsun.skjáskot/facebook Ekki búinn að ákveða framhaldið Vísir spurði bæði Ingólf og Benedikt hvort þeir stæðu á bak við hópinn og gátu báðir staðfest að þeir væru í honum en Benedikt segist ekki hafa stofnað hann. Ingólfur svaraði því ekki en sagðist vera meðlimur ýmissa hópa á Facebook þar sem frelsi og frjálslyndi væru til umræðu. Ertu að hugsa um að stofna nýjan flokk? var Benedikt þá spurður. „Það er ekki ákveðið enn þá,“ svaraði hann. Það er sem sagt alveg möguleiki á því? „Það er ekki tímabært að segja neitt um það,“ svaraði hann þá. Spurður hvort hann brenni fyrir því að halda áfram í stjórnmálum segist hann eiginlega ekki getað svarað þeirri spurningu. „Það er svo margt að gera í lífinu og ég uni mínu lífi ágætlega.“ Hann kveðst vera í fríi og að framhaldið verði að koma í ljós. Benedikt er enn í stjórn Viðreisnar. Kann hann enn vel við sig þar þrátt fyrir að hafa sagt sig úr framkvæmdastjórninni? „Ég er í stjórn Viðreisnar. Þar er margt gott fólk og fólk upp til hópa í Viðreisn er bara mjög gott fólk.“ Hann segir samstarfsgrunninn í framkvæmdastjórninni ekki hafa verið góðan en eins og greint hefur verið frá fer ekki sérlega vel á með Benedikt og hóp innan flokksins eftir uppstillingu á lista fyrir þingkosningarnar í haust. Benedikt sóttist eftir fyrsta sæti listans en var boðið það síðasta, heiðurssætið. Margt í umræðunni Ingólfur sóttist eftir 3.-5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.facebook/ingólfur hjörleifsson Ingólfur, sem gagnrýndi framkomu fámenns hóps innan flokksins harðlega við mbl.is í gær segir marga innan flokksins nú hugsa næsta skref. Hann útilokar þar ekki stofnun nýs flokks: „Ef það eru einhver samtöl um einhvern klofning þá kemur það bara í ljós, ef eitthvað svoleiðis kemur í ljós, þegar það verður tilkynnt,“ sagði hann. „Það eru bara margir að hugsa sitt í sínu horni og það er margt í umræðunni. Það er erfitt að pinna eitthvað eitt út fyrir eitthvað annað.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Reykjavík Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Bæði Benedikt og Ingólfur Hjörleifsson, fyrrum frambjóðandi flokksins til þingkosninga, hafa gagnrýnt vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar og aðferðir við val á lista fyrir næstu þingkosningar. Í dag var stofnaður Facebook-hópurinn C++ frelsi og frjálslynd hugsun!. C er listabókstafur Viðreisnar og gæti því einhver skilið nafn flokksins sem Viðreisn 2.0, uppfærða og betri. Umræðuhópurinn umræddi er prívat og hugsaður fyrir þá sem vilja ræða frelsi og frjálslynda hugsun.skjáskot/facebook Ekki búinn að ákveða framhaldið Vísir spurði bæði Ingólf og Benedikt hvort þeir stæðu á bak við hópinn og gátu báðir staðfest að þeir væru í honum en Benedikt segist ekki hafa stofnað hann. Ingólfur svaraði því ekki en sagðist vera meðlimur ýmissa hópa á Facebook þar sem frelsi og frjálslyndi væru til umræðu. Ertu að hugsa um að stofna nýjan flokk? var Benedikt þá spurður. „Það er ekki ákveðið enn þá,“ svaraði hann. Það er sem sagt alveg möguleiki á því? „Það er ekki tímabært að segja neitt um það,“ svaraði hann þá. Spurður hvort hann brenni fyrir því að halda áfram í stjórnmálum segist hann eiginlega ekki getað svarað þeirri spurningu. „Það er svo margt að gera í lífinu og ég uni mínu lífi ágætlega.“ Hann kveðst vera í fríi og að framhaldið verði að koma í ljós. Benedikt er enn í stjórn Viðreisnar. Kann hann enn vel við sig þar þrátt fyrir að hafa sagt sig úr framkvæmdastjórninni? „Ég er í stjórn Viðreisnar. Þar er margt gott fólk og fólk upp til hópa í Viðreisn er bara mjög gott fólk.“ Hann segir samstarfsgrunninn í framkvæmdastjórninni ekki hafa verið góðan en eins og greint hefur verið frá fer ekki sérlega vel á með Benedikt og hóp innan flokksins eftir uppstillingu á lista fyrir þingkosningarnar í haust. Benedikt sóttist eftir fyrsta sæti listans en var boðið það síðasta, heiðurssætið. Margt í umræðunni Ingólfur sóttist eftir 3.-5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.facebook/ingólfur hjörleifsson Ingólfur, sem gagnrýndi framkomu fámenns hóps innan flokksins harðlega við mbl.is í gær segir marga innan flokksins nú hugsa næsta skref. Hann útilokar þar ekki stofnun nýs flokks: „Ef það eru einhver samtöl um einhvern klofning þá kemur það bara í ljós, ef eitthvað svoleiðis kemur í ljós, þegar það verður tilkynnt,“ sagði hann. „Það eru bara margir að hugsa sitt í sínu horni og það er margt í umræðunni. Það er erfitt að pinna eitthvað eitt út fyrir eitthvað annað.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Suðvesturkjördæmi Reykjavík Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. 26. maí 2021 15:05