Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:02 Heilbrigðisyfirvöld segja minnst áttatíu hafa látist í loftárásunum. EPA-EFE/STR Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn. Eþíópía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn.
Eþíópía Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira