Segir dóminn geta ýtt við hestamannafélögum og komið í veg fyrir slys Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 22:47 Niðurstaða dómsins var sú að búast hefði mátt við viðbrögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum. Vísir/AP Guðrún Rut Heiðarsdóttir knapi hafði betur í skaðabótamáli sínu gegn Vátryggingafélagi Íslands fyrr í mánuðinum eftir hestaslys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn fordæmisgefandi og staðfesta það að hestamannafélög verði að passa betur upp á aðstæður og merkingar við skipulagðar æfingar. Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði. Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði.
Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira