Krefjast 12 milljóna króna af Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:57 Einar Tómasson og Margrét Þ. E. Einarsdóttir krefjast samtals 12 milljóna króna í miskabætur frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Vilhelm Hin nítján ára gamla Margrét Þ. E. Einarsdóttir og faðir hennar Einar Björn Tómasson hafa stefnt Seltjarnarnesbæ vegna vanrækslu barnaverndar bæjarfélagsins í máli Margrétar. Margrét krefst þess að Seltjarnarnesbær greiði henni níu milljónir króna í miskabætur og Einar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur. Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki. Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Sjá meira
Fjallað var um mál Margrétar í fréttaskýringaþættinum Kompás veturinn 2019. Margrét hafði frá tveggja ára aldri verið í forsjá móður sinnar, eftir að foreldrar hennar slitu samvistum, allt þar til í lok árs 2018 þegar hún var vistuð utan heimilisins hjá föður sínum. Fram kemur í stefnunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, að uppeldisaðstæður á heimili móður Margrétar hafi verið óviðunandi og hafi Margrét orðið þar fyrir miklu ofbeldi. Alls bárust barnavernd Seltjarnarness átta tilkynningar vegna Margrétar. Móðir Margrétar hefur glímt við alvarlegan geðrænan vanda um árabil. Barnavernd aðhafðist lítið sem ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og tilkynningar. „Ljóst er að verulega skorti á að framkvæmd vistunar stefnanda Margrétar væri í samræmi við ákvæði barnaverndaralaga […]. Ljóst er að ítrekað var þörf á að stefnandi væri vistuð formlega utan heimilis, sbr. t.d. þau skipti sem móðir var sjálfræðissvipt og dvaldi á geðdeild,“ skrifar Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, í stefnunni. Eftir að lögmaður Margrétar óskaði eftir upplýsingum um mál hennar hjá fjölskyldusviði sendi lögmaður hennar Seltjarnarnesbæ bréf í lok maí 2019. Í bréfinu voru gerðar athugasemdir við störf Seltjarnarness í málinu og þess óskað að bærinn tæki afstöðu til bótaskyldu. Sú beiðni var áréttuð í júlí 2019 og var á svipuðum tíma lögð fram kvörtun til Barnaverndarstofu vegna starfa barnaverndar í máli Margrétar. Seltjarnarnesbær sagðist munu taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða Barnaverndarstofu lægi fyrir. Málsmeðferð Barnaverndarstofu dróst umfram hefðbundinn 12 mánaða úrvinnslutíma og sendar voru þrjár ítrekanir vegna þessa til stofnunarinnar. Það var ekki fyrr en í febrúar á þessu ári sem Barnaverndarstofa lauk athugun sinni í málinu. Niðurstaðan var sú að vanræksla Seltjarnarnesbæjar og afleiðingar hennar hafi verið alvarleg. Var í kjölfarið óskað eftir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til bótaskyldu sem bærinn gerði ekki.
Kompás Seltjarnarnes Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Tengdar fréttir Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Erlent Fleiri fréttir Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Sjá meira
Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. 31. mars 2021 12:09
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00
Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. 24. nóvember 2019 18:30