Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 07:30 Carl Nassib hefur leikið með Las Vegas Raiders síðan í fyrra. getty/Ethan Miller Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira