Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 07:30 Carl Nassib hefur leikið með Las Vegas Raiders síðan í fyrra. getty/Ethan Miller Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira