Fáir glæpir alvarlegri en mansal Karl Steinar Valsson skrifar 18. júní 2021 16:01 Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun