Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 13:47 Geðraskanir á borð við þunglyndi eru algeng ástæða þess að fólk dettur af vinnumarkaði. Vandinn liggur fyrir en úrræðin skortir. Stéttarfélög niðurgreiða sjálfræðiþjónusta en það gerir ríkið ekki sem þýðir að einungis hinir ríku og þeir sem eru á vinnumarkaði geta nýtt sér sálfræðiþjónustu. vísir/GETTY Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur. Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón. Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón.
Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira