Landið sem tengir okkur saman Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 17. júní 2021 15:31 Hugtakið þjóðernishyggja má best útskýra þannig að samfélag fólks sem talar sama tungumál, hefur sömu menningu og býr á sama landsvæðinu skipar sér saman með formlegum hætti og lætur sig tilheyra sameiginlegu réttarkerfi með lögum sem sett eru af ríkisvaldi sem jafnframt hefur það hlutverk að halda utan um og vera í umboði fyrir viðkomandi samfélag. Vandamál byrja strax að hljótast þegar ólík samfélög með mismunandi menningu eða tungumál eða bæði lifa saman á sama landsvæðinu. Mótun Evrópu úr keisaraveldum, konungsveldum, furstadæmum, hjálendum og öðrum miðaldar-stjórnareiningum yfir í þjóðríki okkar tíma fylgdu töluverð samfélagsleg umbrot svo sem uppreisnir, byltingar og styrjaldir. Sem dæmi má nefna var í upphafi nítjándu aldar ekki til neitt ríki sem kallaðist Ítalía. Á Ítalíu-skaga bjuggu nokkrar þjóðir, en allar áttu þjóðirnar það sameiginlegt að eiga þennan langa fjöllótta skaga fyrir heimili. Tungumál ítalanna var ekki ítalska eins og við þekkjum hana í dag heldur nokkrar misjafnlega líkar málískur sem greinilega áttu sér sterkar rætur í latínu, tungumálinu sem rómverjarnir, hinir fornfrægu íbúar Ítalíuskagans töluðu. Skaginn skiptist þá í nokkur minni ríki, sum konungsríki, önnur furstadæmi og eitt ríki þar sem Páfinn var einráður. En fólkið á ítalíu fór að líta á sig sem eina samstæða heild þrátt fyrir að búa ekki öll í sömu löndunum. Þrátt fyrir mismunandi lönd og konunga átti fólkið sameiginlega (en þó fjölbreytilega) tungu, menningu og landsvæði. Eftir nokkrar uppreisnir og fáein stríð endaði að verða til ein Ítalía. Eitt ríki sem allir ítalir máttu eiga saman. En ferlið sem réði því að ríkið Ítalía varð til var einstaklega blóðugt og ofbeldisfullt. Og upp komu ótal senur þar sem að fólk og samfélög enduðu á að verða partar af samfélagi eða ríki sem þau vildu í raun ekkert eiga sameiginlegt með. Og þetta er eitthvað sem að hefur einkennt þjóðernishyggju nánast frá upphafi. Svo oft hefur hún leitt til blóðsúrhellinga að oft er ekki litið á það sem aukaafurð heldur sem mikilvægan hluta af framleiðsluferlinu. En stundum getur ferlið verið friðsælt og yfirvegað. Og þar eru eyríki afar gott dæmi. Mætt eiginlega segja að eyjasamfélög séu frá náttúrunnar hendi sérhönnuð og fullkomin fyrir einfalda og snurðulausa þjóðernishyggju. Íslendingar áttu sér enga innri minnihlutahópa. Fólkið talaði allt sama tungumál þrátt fyrir að vissulega hafi verið einhver bragmunur milli landshluta. Og það sem meira var landið sjálft, litla einangraða norðurhjara-veröldin, sem var það eina sem íslendingarnir nokkru sinni fengu að sjá og upplifa á sinni ævi. Íslensk þjóðernishyggja var því mögulega ein sú einfaldasta sem um getur í veraldarsögunni. Fólkið hafði meira og minna sömu menningu og tungu og meira að segja þar sem fólk bjó við aðrar aðstæður sökum t.d. atvinnu, staðsetningar eða stéttar, hafði það alltaf sameiginlegan reynsluheim sem fólst í því að lifa á þessu landi. Miðnætursólin, návígi við hafið, eldfjöll og jökla, heiðlóur á vappi útí móa; Allt voru og eru þetta enn partur af sameiginlegum reynsluheimi þjóðarinnar. Og er það kannski þetta tiltekna atriði sem gerir íslenska þjóðernishyggju svo sérstaka. Íslendingar höfðu frá örólfi alda deilt tungumáli, menningu og landi. Það þurfti aldrei að deila hvert hið opinbera mál sjálfstæðrar þjóðar ætti að vera. Íslendingar voru aldrei í neinum vandræðum með landamæri. Sameiginlegi þjóðararfurinn var þegar festur vel í sessi þegar uppgangur þjóðernishyggju hófst á heimsvísu. Fyrir flest önnur lönd á meginlandi Evrópu og síðar víðar um heiminn voru þessi stóru málefni og spurningar tilefni styrjalda og margra annarskonar átaka. En íslendingar höfðu þegar svörin um leið og þeir fóru að spyrja spurninganna. Því var íslensk sjálfstæðisbarátta afar beinn og breiður vegur; Allir íslendingar tala íslensku og þeir búa allir á Íslandi og ekkert annað land á tilkall til neins hluta af landinu. Það eru forréttindi að búa í landi þar sem að þetta ferli er jafn auðvelt. Hafandi verið lifandi í minna en helming þess tíma sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki hef ég oft velt því fyrir mér nákvæmlega hvað það þýðir að vera íslendingur. Og ef það er eitt sem ég tel tengja þjóðina jafn vel mun sterkar saman hvort við annað, meira en t.d. tungumálið, menningin og ríkið, þá er það sjálf reynslan af því að búa á landi sem þessu. Nærri allir geta tengt við þá róandi tilfinningu sem fylgir því að slaka á í miðnætursólinni. Og jafnframt hvernig þriggja mánaða birta getur jafnframt verið til vandræða. Allir þekkja þá tilfinningu að fara út úr húsi og átta sig skyndilega á því að veturinn hefur skyndilega læðst aftan að manni. Eldgos stendur í nokkra mánuði og allir hafa annaðhvort fylgst með framvindu mála í fréttunum, farið að sjá gosið með eigin augum eða þekkja einhvern sem hefur gert það. Sameiginlega reynslan og tengslin við landið eru það sem gera íslendinga að íslendingum. Gleðilegan þjóðhátíðardag! Höfundur er framsóknarmaður og hálfur þjóðverji sem hefur búið á Íslandi alla ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun: Kosningar 2021 17. júní Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið þjóðernishyggja má best útskýra þannig að samfélag fólks sem talar sama tungumál, hefur sömu menningu og býr á sama landsvæðinu skipar sér saman með formlegum hætti og lætur sig tilheyra sameiginlegu réttarkerfi með lögum sem sett eru af ríkisvaldi sem jafnframt hefur það hlutverk að halda utan um og vera í umboði fyrir viðkomandi samfélag. Vandamál byrja strax að hljótast þegar ólík samfélög með mismunandi menningu eða tungumál eða bæði lifa saman á sama landsvæðinu. Mótun Evrópu úr keisaraveldum, konungsveldum, furstadæmum, hjálendum og öðrum miðaldar-stjórnareiningum yfir í þjóðríki okkar tíma fylgdu töluverð samfélagsleg umbrot svo sem uppreisnir, byltingar og styrjaldir. Sem dæmi má nefna var í upphafi nítjándu aldar ekki til neitt ríki sem kallaðist Ítalía. Á Ítalíu-skaga bjuggu nokkrar þjóðir, en allar áttu þjóðirnar það sameiginlegt að eiga þennan langa fjöllótta skaga fyrir heimili. Tungumál ítalanna var ekki ítalska eins og við þekkjum hana í dag heldur nokkrar misjafnlega líkar málískur sem greinilega áttu sér sterkar rætur í latínu, tungumálinu sem rómverjarnir, hinir fornfrægu íbúar Ítalíuskagans töluðu. Skaginn skiptist þá í nokkur minni ríki, sum konungsríki, önnur furstadæmi og eitt ríki þar sem Páfinn var einráður. En fólkið á ítalíu fór að líta á sig sem eina samstæða heild þrátt fyrir að búa ekki öll í sömu löndunum. Þrátt fyrir mismunandi lönd og konunga átti fólkið sameiginlega (en þó fjölbreytilega) tungu, menningu og landsvæði. Eftir nokkrar uppreisnir og fáein stríð endaði að verða til ein Ítalía. Eitt ríki sem allir ítalir máttu eiga saman. En ferlið sem réði því að ríkið Ítalía varð til var einstaklega blóðugt og ofbeldisfullt. Og upp komu ótal senur þar sem að fólk og samfélög enduðu á að verða partar af samfélagi eða ríki sem þau vildu í raun ekkert eiga sameiginlegt með. Og þetta er eitthvað sem að hefur einkennt þjóðernishyggju nánast frá upphafi. Svo oft hefur hún leitt til blóðsúrhellinga að oft er ekki litið á það sem aukaafurð heldur sem mikilvægan hluta af framleiðsluferlinu. En stundum getur ferlið verið friðsælt og yfirvegað. Og þar eru eyríki afar gott dæmi. Mætt eiginlega segja að eyjasamfélög séu frá náttúrunnar hendi sérhönnuð og fullkomin fyrir einfalda og snurðulausa þjóðernishyggju. Íslendingar áttu sér enga innri minnihlutahópa. Fólkið talaði allt sama tungumál þrátt fyrir að vissulega hafi verið einhver bragmunur milli landshluta. Og það sem meira var landið sjálft, litla einangraða norðurhjara-veröldin, sem var það eina sem íslendingarnir nokkru sinni fengu að sjá og upplifa á sinni ævi. Íslensk þjóðernishyggja var því mögulega ein sú einfaldasta sem um getur í veraldarsögunni. Fólkið hafði meira og minna sömu menningu og tungu og meira að segja þar sem fólk bjó við aðrar aðstæður sökum t.d. atvinnu, staðsetningar eða stéttar, hafði það alltaf sameiginlegan reynsluheim sem fólst í því að lifa á þessu landi. Miðnætursólin, návígi við hafið, eldfjöll og jökla, heiðlóur á vappi útí móa; Allt voru og eru þetta enn partur af sameiginlegum reynsluheimi þjóðarinnar. Og er það kannski þetta tiltekna atriði sem gerir íslenska þjóðernishyggju svo sérstaka. Íslendingar höfðu frá örólfi alda deilt tungumáli, menningu og landi. Það þurfti aldrei að deila hvert hið opinbera mál sjálfstæðrar þjóðar ætti að vera. Íslendingar voru aldrei í neinum vandræðum með landamæri. Sameiginlegi þjóðararfurinn var þegar festur vel í sessi þegar uppgangur þjóðernishyggju hófst á heimsvísu. Fyrir flest önnur lönd á meginlandi Evrópu og síðar víðar um heiminn voru þessi stóru málefni og spurningar tilefni styrjalda og margra annarskonar átaka. En íslendingar höfðu þegar svörin um leið og þeir fóru að spyrja spurninganna. Því var íslensk sjálfstæðisbarátta afar beinn og breiður vegur; Allir íslendingar tala íslensku og þeir búa allir á Íslandi og ekkert annað land á tilkall til neins hluta af landinu. Það eru forréttindi að búa í landi þar sem að þetta ferli er jafn auðvelt. Hafandi verið lifandi í minna en helming þess tíma sem Ísland hefur verið sjálfstætt ríki hef ég oft velt því fyrir mér nákvæmlega hvað það þýðir að vera íslendingur. Og ef það er eitt sem ég tel tengja þjóðina jafn vel mun sterkar saman hvort við annað, meira en t.d. tungumálið, menningin og ríkið, þá er það sjálf reynslan af því að búa á landi sem þessu. Nærri allir geta tengt við þá róandi tilfinningu sem fylgir því að slaka á í miðnætursólinni. Og jafnframt hvernig þriggja mánaða birta getur jafnframt verið til vandræða. Allir þekkja þá tilfinningu að fara út úr húsi og átta sig skyndilega á því að veturinn hefur skyndilega læðst aftan að manni. Eldgos stendur í nokkra mánuði og allir hafa annaðhvort fylgst með framvindu mála í fréttunum, farið að sjá gosið með eigin augum eða þekkja einhvern sem hefur gert það. Sameiginlega reynslan og tengslin við landið eru það sem gera íslendinga að íslendingum. Gleðilegan þjóðhátíðardag! Höfundur er framsóknarmaður og hálfur þjóðverji sem hefur búið á Íslandi alla ævi.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar