Lögregla stoppaði vegfarendur og bauð þeim far í bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 15:54 Bólusetningar hafa gengið ágætlega í Húsavík. vísir/vilhelm Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bóluefnaskömmtum sem heilsugæslan á Húsavík hafði til umráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólusetningu. Lögreglan á Húsavík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólusett fólk og kippti því með sér á bólusetningarstöðina. Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Vísir ræddi við Reykvíking nokkurn sem var staddur á Húsavík í fjölskyldufríi í gær. Sá var óvænt stoppaður af lögreglunni og spurður hvort hann væri bólusettur. Það var hann ekki og var honum því kippt upp í bíl og keyrður í íþróttahúsið í bænum. Og fjórum mínútum síðar er hann kominn með fyrri sprautu af bóluefni Pfizer. Samstarfsverkefni framlínufólks Vísir náði ekki í lögregluna á Húsavík í dag en ræddi við Áslaugu Halldórsdóttur, yfirhjúkrunarfræðing á Húsavík. Hún segist ekki hafa vitað af því að lögreglan hafi farið á rúntinn til að koma út bóluefni í gær en trúir því þó vel upp á hana. Bólusestningarverkefnið er jú samstarfsverkefni eins og hún bendir á: „Hér hefur slökkviliðið, lögreglan, sjúkraflutningamenn og hjúkrunarfólk bara tekið höndum saman þegar það er svona stór hópur boðaður í bólusetningu,“ segir hún. Sjá einnig: Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur. Um sjö hundruð manns voru boðaðir í sprautu með efni Pfizer á Húsavík í gær. „Svo stóðu út af nokkuð margir skammtar eins og gengur og gerist. Fólk er náttúrulega bara boðað með SMS-i með litlum fyrirvara og það er allur gangur á því hvar fólk er og hvort það kemst,“ segir Áslaug. Því hafi það verið látið berast um bæinn að hver sem er gæti mætt í íþróttahúsið og fengið bólusetningu, svo skammtarnir færu ekki til spillis. Fjöldi Húsvíkinga auglýsti þetta á Facebook-síðum sínum. „Efnið er auðvitað viðkvæmt og lifir bara í ákveðið langan tíma eftir að búið er að blanda það,“ segir Áslaug. Spurð hvort Facebook-auglýsingar Húsvíkinga og rúntur lögreglunnar hafi skilað ætlunarverki sínu telur hún svo hafa verið. Vel tókst að koma aukaskömmtunum út en Áslaug er ekki alveg viss hvort fáeinir skammtar hafi verið eftir eftir gærdaginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norðurþing Lögreglan Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira