Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 15:21 42 sjúklingar veiktust og 13 af þeim létust eftir hópsýkingu á Landakoti í október. Vísir/Vilhelm Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. Í skýrslu landlæknis er einnig fjallað um að aðgerðastjórn hafi verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar og að skortur á sýnatökum á Landakoti hafi leitt til þess að smitin hafi uppgötvast síður en ella. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust með veiruna á tímabilinu 22. október til 9. nóvember 2020. 13 sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti og tveir á Sólvöllum, þangað sem smitið dreifðist frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Hópsýkingin var áfall sem kom flestum í opna skjöldu á Landspítalanum, segir í skýrslunni. Áður hefur komið fram að húsakosturinn hafði mikið um það að segja hvernig fór á Landakoti í vetur og forsætisráðherra hefur sagt að þessi hópsýking undirstriki þá þörf sem er á nýju sjúkrahúsi við Hringbraut. „Þegar litið er til baka er ljóst að ýmislegt hefði betur mátt fara bæði hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Því er mikilvægt að taka nú höndum saman og vinna ötullega að úrbótum,“ segir í skýrslunni. „Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum þ.e. ef litið hefði verið á hólfaskiptinguna sem ófullkomna og sýni tekin hjá öllum sjúklingum og starfsmönnum Landakots 23. október.“ Landspítalinn eigi að hlutast til um að stjórnendur og starfsmenn sem næstir stóðu fái viðeigandi stuðning. Starfsmenn unnu á fleiri en einni deild á sömu vakt Ófullkomin hólfaskiptingin vegur þungt í öllu þessu máli, að mati Landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með smituðum sjúklingum og/eða starfsfólki. „Margir á Landakoti [voru] í virku endurhæfingarferli í aðdraganda hópsýkingarinnar og sóttu hóptíma hjá sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum ásamt því að sjúklingar borðuðu saman í dagstofu deildanna ef ástand þeirra leyfði. Sjúklingum var gert að nota andlitsgrímu utan deildar en þeir báru ekki andlitsgrímu innan deildar.“ „Starfsmenn þurftu stundum að vinna á fleiri en einni deild á sömu vakt, einnig tengjast starfsmenn mismunandi legudeilda/hólfa vina- og/eða fjölskylduböndum. Þá var hluti tækjabúnaðar sameiginlegur deildum og aðstaða starfsfólks þröng og að hluta sameiginleg deildum.“ Á Landakoti hömluðu aðstæður þá hólfaskiptingu t.d. fjöldi og staðsetning salerna, sameiginleg búningsherbergi, stærð og skipulag deilda og samnýting starfsmanna og búnaðar svo sem hjartalínuritstækis og bráðavagns. Starfsfólk með mismikla reynslu Einnig virðist mikill samgangur og fjölskyldutengsl vera á milli starfsmanna utan vinnutímans og þá kemur hólfaskipting á vinnustað ekki að tilætluðum notum. Ljóst er að mikill fjöldi starfsfólks þurfti líka frá að hverfa á skömmum tíma vegna sóttkvíar og einangrunar sem án efa hefur haft áhrif, segir í skýrslunni. „Í stað þeirra komu að hluta starfsmenn úr bakvarðasveit með mismikla reynslu, þjálfun og þekkingu á staðháttum. Ekki er útilokað að ástandið skýrist að einhverju leyti af miklum fjölda nýs starfsfólks á deildunum og því að eðli starfseminnar breyttist á skömmum tíma.“ Ekki hægt að koma alveg í veg fyrir smit Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum, segir í skýrslunni, en landlæknisembættið telur þó að erfitt hefði verið hægt að koma algjörlega í veg fyrir að smit bærist inn á sjúkrahúsið. Til þess hefði þurft verulega íþyngjandi aðgerðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að fullyrða út frá fyrirliggjandi gögnum með hvaða hætti COVID-19 smit barst inn á Landakot í október 2020, hvort það gerðist með einum eða fleiri aðstandendum, starfsmönnum og/eða sjúklingum. Erlendar rannsóknir eru sagðar sýna að með kerfisbundinni skimun starfsmanna sé hægt að draga úr líkum á að smit nái að dreifast um á stofnun og jafnvel komið í veg fyrir það. Af þessum sökum þurfi nú að íhuga reglubundnar skimanir innan spítalans til varnar sérstaklega viðkvæmum hópum. Hópsýking á Landakoti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Í skýrslu landlæknis er einnig fjallað um að aðgerðastjórn hafi verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar og að skortur á sýnatökum á Landakoti hafi leitt til þess að smitin hafi uppgötvast síður en ella. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust með veiruna á tímabilinu 22. október til 9. nóvember 2020. 13 sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti og tveir á Sólvöllum, þangað sem smitið dreifðist frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Hópsýkingin var áfall sem kom flestum í opna skjöldu á Landspítalanum, segir í skýrslunni. Áður hefur komið fram að húsakosturinn hafði mikið um það að segja hvernig fór á Landakoti í vetur og forsætisráðherra hefur sagt að þessi hópsýking undirstriki þá þörf sem er á nýju sjúkrahúsi við Hringbraut. „Þegar litið er til baka er ljóst að ýmislegt hefði betur mátt fara bæði hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Því er mikilvægt að taka nú höndum saman og vinna ötullega að úrbótum,“ segir í skýrslunni. „Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum þ.e. ef litið hefði verið á hólfaskiptinguna sem ófullkomna og sýni tekin hjá öllum sjúklingum og starfsmönnum Landakots 23. október.“ Landspítalinn eigi að hlutast til um að stjórnendur og starfsmenn sem næstir stóðu fái viðeigandi stuðning. Starfsmenn unnu á fleiri en einni deild á sömu vakt Ófullkomin hólfaskiptingin vegur þungt í öllu þessu máli, að mati Landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með smituðum sjúklingum og/eða starfsfólki. „Margir á Landakoti [voru] í virku endurhæfingarferli í aðdraganda hópsýkingarinnar og sóttu hóptíma hjá sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum ásamt því að sjúklingar borðuðu saman í dagstofu deildanna ef ástand þeirra leyfði. Sjúklingum var gert að nota andlitsgrímu utan deildar en þeir báru ekki andlitsgrímu innan deildar.“ „Starfsmenn þurftu stundum að vinna á fleiri en einni deild á sömu vakt, einnig tengjast starfsmenn mismunandi legudeilda/hólfa vina- og/eða fjölskylduböndum. Þá var hluti tækjabúnaðar sameiginlegur deildum og aðstaða starfsfólks þröng og að hluta sameiginleg deildum.“ Á Landakoti hömluðu aðstæður þá hólfaskiptingu t.d. fjöldi og staðsetning salerna, sameiginleg búningsherbergi, stærð og skipulag deilda og samnýting starfsmanna og búnaðar svo sem hjartalínuritstækis og bráðavagns. Starfsfólk með mismikla reynslu Einnig virðist mikill samgangur og fjölskyldutengsl vera á milli starfsmanna utan vinnutímans og þá kemur hólfaskipting á vinnustað ekki að tilætluðum notum. Ljóst er að mikill fjöldi starfsfólks þurfti líka frá að hverfa á skömmum tíma vegna sóttkvíar og einangrunar sem án efa hefur haft áhrif, segir í skýrslunni. „Í stað þeirra komu að hluta starfsmenn úr bakvarðasveit með mismikla reynslu, þjálfun og þekkingu á staðháttum. Ekki er útilokað að ástandið skýrist að einhverju leyti af miklum fjölda nýs starfsfólks á deildunum og því að eðli starfseminnar breyttist á skömmum tíma.“ Ekki hægt að koma alveg í veg fyrir smit Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum, segir í skýrslunni, en landlæknisembættið telur þó að erfitt hefði verið hægt að koma algjörlega í veg fyrir að smit bærist inn á sjúkrahúsið. Til þess hefði þurft verulega íþyngjandi aðgerðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að fullyrða út frá fyrirliggjandi gögnum með hvaða hætti COVID-19 smit barst inn á Landakot í október 2020, hvort það gerðist með einum eða fleiri aðstandendum, starfsmönnum og/eða sjúklingum. Erlendar rannsóknir eru sagðar sýna að með kerfisbundinni skimun starfsmanna sé hægt að draga úr líkum á að smit nái að dreifast um á stofnun og jafnvel komið í veg fyrir það. Af þessum sökum þurfi nú að íhuga reglubundnar skimanir innan spítalans til varnar sérstaklega viðkvæmum hópum.
Hópsýking á Landakoti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01