Peningarnir á EM Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. júní 2021 08:00 Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta er að því leyti frábrugðið stórmótum undanfarinna ára að gríðarlegar fjárhagslegar byrðar eru ekki lagðar á gestgjafana með ströngum kröfum hvað leikvanga varðar. Kostnaður vegna leikvanga síðasta stórmóts karla, HM í Rússlandi, var um 150% umfram áætlanir og þurfti rússneska ríkið að grípa inn í með afgerandi hætti til að allt gengi upp. Með því að halda mótið víðsvegar um álfuna má hins vegar nýta þá glæsilegu velli sem þegar eru til staðar og er það hið besta mál. Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt hefði verið fyrir eitt land að hýsa EM þetta árið. Áhyggjur af lítilli stemningu vegna fjarlægðar milli leikstaða eru auk þess ástæðulausar þar sem lítið er um áhorfendur vegna fjöldatakmarkana. Ekki verður leikið í Dublin, Brussel og Bilbao eins og til stóð en þeir 11 leikvangar sem leikið verður á eru af öllum stærðum og gerðum, jafnt splúnkunýir sem börn síns tíma. Þegar litið er til kostnaðar við byggingu vallanna og síðustu umtalsverðu endurbóta er breiddin einnig mikil. Wembley er þeirra langdýrastur en svo virðist sem Parken í Danmörku sé ódýrastur. Tekjur og hagnaður UEFA Árið og ríflega það hefur heldur betur verið hart í Evrópuboltanum og sjaldan hafa aðildarsambönd evrópska knattspyrnusambandsins UEFA haft meiri þörf fyrir sinn skerf af myljandi hagnaði sambandsins undanfarin ár. Knattspyrnusamband Íslands fékk þannig kærkominn 680 milljónir króna styrk vegna COVID fyrir rúmu árin síðan. Raunar eru öll mót og öll starfsemi UEFA almennt rekin með bullandi tapi ef frá eru talin tvær keppnir; Evrópumót karla og Meistaradeild karla. Hagnaður af þeim mótum greiðir fyrir allt hitt, meðal annars COVID styrkina og til að það módel gangi upp er mikilvægt að fjárhagshlið Evrópumótsins gangi vel. Nú þegar áhorfendur snúa aftur í stúkurnar eru vandræði félaga út um alla álfu aldeilis ekki úr sögunni og ekki er loku fyrir það skotið að þrýst verði á enn frekari styrki frá heildarsamtökunum. Það er því eðlilegt að við spyrjum okkur hvað verði upp úr mótinu sem nú stendur sem hæst að hafa. Hagnaðurinn af EM Stutta svarið er að við vitum það varla. Fjárhagsupplýsingar UEFA eru langt í frá þær óaðgengilegustu í bransanum en lítið hefur verið gefið upp um væntingar til einstakra tekjuþátta og kostnaðar í tengslum við Evrópumótið í ár. Það er þó ljóst að sá hagnaður sem reiknað var með að sambandið tæki með sér heim frá mótinu fyrir COVID verður umtalsvert, jafnvel um þriðjungi, lægri. Ástæðu minni hagnaðar má meðal annars rekja til færri áhorfenda og seinkunar mótsins um heilt ár. Hvað tekjur mótsins varðar lítur út fyrir að þær verði ekki þeir 370 milljarðar króna sem vænst var heldur nær 300 milljörðum. Þrátt fyrir allt sem gengið hefur á dugar sú tala til að mótið verði tekjuhæsta Evrópumót sem nokkru sinni hefur verið haldið. Munar þar væntanlega mest um stóra sjónvarpssamninga. Rétt eins og annars staðar þar sem fótbolti er leikinn í hæsta gæðaflokki snýst nær allt um sjónvarpið. Himinháar fjárhæðir eru greiddar fyrir réttinn til að senda leikina út og umfangsmeiri umfjöllun og útsendingar hækka verð auglýsingasamninga. Þó svo við höfum verið rækilega minnt á mikilvægi áhorfenda undanfarið ár er fjárhagslegt mikilvægi þeirra í helstu deildum Evrópu og á stórmótum sáralítið. Það er af sem áður var þegar um 44% allra tekna UEFA af Evrópumótinu á Englandi fengust í formi miðasölu og slíkir tímar koma væntanlega aldrei aftur. Þrátt fyrir COVID verður hagnaður UEFA af Evrópumótinu heilmikill og kemur til með að nýtast vel við framkvæmd fjölmargra móta sambandsins og fjárhagslegan stuðning við lamaða knattspyrnuhreyfingu sem nú reynir að rétta úr sér eftir eitt mesta áfall í sögu íþróttarinnar. Við getum sannarlega fussað og sveiað yfir öllum íburðinum, spillingunni, kröfunum og sóuninni sem landlæg hefur verið í yfirstjórn knattspyrnunnar en við ættum á sama tíma að vonast til þess að fjárhagslega gangi starfsemin sem best, ekki síst í ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun