Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 13:59 Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.
Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Sjá meira