Vitorðsmenn í flótta Ghosn játa sig seka Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 10:00 Michael Taylor og Zayek á flugvelli í Tyrklandi þar sem einkaþotan millilenti á leiðinni til Líbanons, Ghosn ólst upp í Líbanon. Enginn framsalssamingur er á milli Líbanons og Japans. AP/DHA Tveir Bandaríkjamenn játuðu sig seka um að hafa hjálpað Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan, að flýja Japan árið 2019. Mennirnir, sem eru feðgar, voru framseldir frá Bandaríkjunum í vor og gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið. Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ghosn var ákærður fyrir að svíkja fé út úr Nissan og vantelja þóknanir svo skeikaði milljörðum króna. Hann sat í fangelsi þegar honum tókst að flýja Japan í desember árið 2019. Hann var falinn í kassa um borð í einkaþotu sem flaug með hann fyrst til Tyrklands og síðan til Líbanon. Feðgarnir Michael og Peter Taylor eru ákærðir fyrir að hafa hjálpað Ghosn að flýja og koma sér undan refsingu. Þeir eru sagðir hafa fengið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði um 158 milljóna íslenskra króna, fyrir viðvikið. Michael var í sérsveit Bandaríkjahers en sonurinn á auglýsingastofu sem er sögð hafa tekið við hluta þóknunarinnar. Þegar Taylor-feðgarnir voru leiddir fyrir dómara í Tókýó neituðu þeir því að einhver mistök væru að finna í ákærunni á hendur þeim, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þeim eru nú haldið í sama fangelsi og Ghosn á sínum tíma. Saksóknarar halda því fram að mennirnir hafi byrjað að undirbúa flóttann með um sex mánaða fyrirvara. Carole Ghosn, eiginkona Carlosar, er sögð hafa leitað til Michaels Taylor en Ghosn sjálfur hafði síðan samband við hann með síma sem hann faldi fyrir japönskum yfirvöldum. George-Antoine Zayek, vitorðsmaður Taylor-feðganna, er sagður hafa ferðast til Japan árið 2019 til að kynna sér öryggisleit á flugvöllum þar. Komst hann að því að mögulegt væri að smygla Ghosn í farangri sem væri of stór til að komast í gegnumlýsingartæki við byggingu Kansai-flugvallar fyrir einkaþotur. Zayek gengur enn laus. Nær öruggt er að feðgarnir verði sakfelldir líkt og 99% allra sakborninga í Japan. Þá eru grunaðir menn oft yfirheyrðir án þess að þeir fái að hafa lögfræðing sér til halds og trausts og þeim eru reglulega neitað um lausn gegn tryggingu á meðan réttarhalda er beðið.
Japan Carlos Ghosn flýr Japan Líbanon Bílar Tengdar fréttir Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33 Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22. mars 2021 13:33
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25