Þátttaka í prófkjörum miklu meiri nú en í langan tíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 12:30 Jón Gunnarsson er sáttur við niðurstöðu prófkjörsins. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Jón Gunnarsson segir miklu meiri þátttöku í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins nú en í langan tíma og það gefi væntingar um gott gengi í komandi Alþingiskosningum. Hann bar sigur úr býtum í baráttunni um annað sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar. Þegar úrslitin úr prófkjörinu lágu fyrir rétt fyrir miðnætti í gær var ljóst að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, en hann sóttist einn eftir því. Baráttan um annað sætið var heldur harðari en þrír þingmenn þau Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því. Niðurstaðan var sú að Jón Gunnarsson hreppti annað með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór Jónsson varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Vilhjálmur Bjarnason lenti ekki í fyrstu sex sætunum. Jón Gunnarsson hefur setið á þingi í fjórtán ár og segist ánægður með niðurstöðu prófkjörsins.„Ég er auðvitað mjög sáttur við þessa niðurstöðu og þakklátur öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í þessu prófkjöri til stuðnings mér og hérna hjálpuðu mér að ná þessum árangri.“ Hann segir þátttökuna í prófkjörinu ánægjulega. „Þarna er líka það sem mér er ofarlega í huga er auðvitað bara sá sterki listi sem kemur út úr þessu lýðræðislega vali Sjálfstæðismanna og er reyndar að gerast um land allt þar sem að hátt í tuttugu þúsund manns koma að því að velja framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Þátttaka í prófkjörunum er miklu miklu meiri heldur en hún hefur verið í nokkuð langan tíma og það gefur okkur auðvitað miklar væntingar og vísbendingar um það að málstaður okkur eigi erindi við fleiri.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þegar úrslitin úr prófkjörinu lágu fyrir rétt fyrir miðnætti í gær var ljóst að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, en hann sóttist einn eftir því. Baráttan um annað sætið var heldur harðari en þrír þingmenn þau Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því. Niðurstaðan var sú að Jón Gunnarsson hreppti annað með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór Jónsson varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Vilhjálmur Bjarnason lenti ekki í fyrstu sex sætunum. Jón Gunnarsson hefur setið á þingi í fjórtán ár og segist ánægður með niðurstöðu prófkjörsins.„Ég er auðvitað mjög sáttur við þessa niðurstöðu og þakklátur öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í þessu prófkjöri til stuðnings mér og hérna hjálpuðu mér að ná þessum árangri.“ Hann segir þátttökuna í prófkjörinu ánægjulega. „Þarna er líka það sem mér er ofarlega í huga er auðvitað bara sá sterki listi sem kemur út úr þessu lýðræðislega vali Sjálfstæðismanna og er reyndar að gerast um land allt þar sem að hátt í tuttugu þúsund manns koma að því að velja framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Þátttaka í prófkjörunum er miklu miklu meiri heldur en hún hefur verið í nokkuð langan tíma og það gefur okkur auðvitað miklar væntingar og vísbendingar um það að málstaður okkur eigi erindi við fleiri.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09
Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10