Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 13:06 Loftlagsaðgerðarsinnar í kröfugöngu í St. Ives. William Dax/Getty Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi. Loftslagsmál Bretland England Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi.
Loftslagsmál Bretland England Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira