Ráðherrar duglegir að kaupa auglýsingar af Zuckerberg Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 11:10 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Þau voru duglegust frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í að kaupa sér auglýsingar á Facebook. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra keypti auglýsingar fyrir tæpar 800 þúsund krónur á Facebook vegna prófkjörsbaráttunnar. Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lögðu misjafnlega mikið í kaup á auglýsingum af Mark Zuckerberg og þeim hjá Facebook. Þetta má sjá ef litið er til skýrslu auglýsingasafns Facebook. Þau sem voru í slag um leiðtogasætið, ráðherrarnir Guðlaugur Þór og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, voru fremst í flokki í að velta fé til hinnar alþjóðlegu samfélagsmiðlaveitu. Ef miðað er við leitarskilyrði á tímabilinu 10. mars 2021 til 7. júní 2021 kemur í ljós að Guðlaugur Þór keypti auglýsingar fyrir 792 þúsund krónur meðan Áslaug Arna pungaði út 573 þúsund krónum. Sem segir ekki alla söguna, því til þess var tekið að það vakti athygli hversu áberandi Áslaug Arna var á öðrum samfélagsmiðlum svo sem Instagram og Twitter. Upplýsingar þar um liggja ekki fyrir. Hér má sjá hversu miklu fé þeir vörðu í auglýsingakaup á Facebook. Athygli vekur að Facebookstjarnan Brynjar Níelsson gaukaði ekki svo miklu sem þúsund krónum til Zuckerbergs.skjáskot Þá vekur athygli að sjálf Facebookstjarnan Brynjar Níelsson þingmaður kemur ekki í leitirnar á þessari skýrslu auglýsingasafns né heldur Birgir Ármannsson þingmaður. Aðrir frambjóðendur drógu hins vegar upp veskið og keyptu auglýsingar af Zuckerberg. Friðjón R. Friðjónsson almannatengill er í þriðja sæti með 396 krónur en aðrir minna. Sigríður Á. Andersen keypti auglýsingar fyrir liðlega hundrað þúsund krónur á Facebook sem og þau Diljá Mist Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Hildur Sverrisdóttir. Auglýsingakaup stjórnmálaflokkanna af erlendum samfélagsmiðlaveitum hafa verið gagnrýnd af formanni Blaðamannafélags Íslands, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, á þeim forsendum að veiturnar grafi beinlínis undan rekstrargrundvelli fjölmiðla á Íslandi. Og þannig megi draga í efa hvort stjórnmálaflokkarnir, sem hafa seilst ákaft í ríkissjóð eftir fjármagni til reksturs flokkanna, sýni með því samfélagslega ábyrgð. Hér neðar getur að líta yfirlit yfir fleiri frambjóðendur og auglýsingakaup þeirra: Það er svo eigi síðar en 5. september sem þau eiga að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar um kostnað við prófkjörið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26 Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42 Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Auglýsa langmest allra flokka á Facebook Flokkur fólksins er sá íslenski stjórnmálaflokkur sem hefur eytt langmestu í auglýsingar hjá samfélagsmiðlinum Facebook síðustu níutíu daga. Samtals hafa stjórnmálaflokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í auglýsingar hjá Facebook á tímabilinu. 10. júní 2021 16:26
Samfylkingin auglýsir grimmt á Facebook Síðustu níutíu dagana hafa íslenskir stjórnmálaflokkar eytt fimm milljónum króna í auglýsingar á Facebook. 16. desember 2020 13:42
Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. 27. maí 2020 13:28