Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 16:41 Hér má sjá stærð hálendisþjóðgarðsins miðað við frumvarpið en þegar friðlýst svæði eru gullituð. Þjóðgarðurinn næði yfir 30% landsins. Ekkert virðist ætla að verða af afgreiðslu málsins á þessu þingi. Vísir Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04
Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10